Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 35
35 þurfti hún að einhverju leyti að hafa verið tengd við Vestrlandið. Eg verð því að álita, að það sé fullsannað með jarðbrúna. Fjórðungamót í fornöld á Sunnlendinga og Vest- firðingafj óróungi. 1 sambandi við þingin í Borgarfirði eru takmörkin á Sunnlend- inga og Vestfirðingafjórðungi. það er kunnugt, að Hvítá skilr nú fjórðungana; enn ekki mun hún hafa verið takmarkið í fornöld, eða á þjóðstjórnarárum vorum. Eg fyrir mitt leyti hefi haft þá skoðun, að Vestfirðingafjórðungr hafi í fornöld jafnvel náð suðr að Hvalfirði, og að Botnsá hafi verið fjórðungatakmarkið, eins og þau takmörk aðskildu þverárþing og Kjalarnessþing. Enn hvergi í vorum fornritum er þetta þó sagt beinlínis, eða með ákveðnum orðum, og þess vegna hefir mál þetta orðið að umtalsefni, og menn ekki — það eg hefi getað séð — komizt að verulegri niðr- stöðu í þessu máli; því það er jafnvel sumt í vorum fornu ritum, sem sýnist mæla á móti, að Vestfirðingafjórðungr hafi náð suðr lengra, enn að Hvitá, og þess vegna er ekki allhœgt að ákveða þetta með vissu, enn miklu er það þó fleira, sem með því mælir. Enn með því að mál þetta er í sambandi við héraðsþingið í Borg- arfirði og þingin í Vestfirðingafjórðungi, og lítið hefir verið um það sagt á voru máli, þá skal eg taka hér fram það helzta, og þá fyrst það, sem sýnist mæla á móti þessari skoðun. Að því er séð verðr af Landn., þá sýnist höfundr hennar láta Hvítá vera fjórðungatakmarkið alls staðar þar, sem um það er að rœða; t. d. bls. 167 eru taldir upp göfugustu landnámsmennirnir í Vestfirðingafjórðungi, enn engir eru taldir fyrir sunnan Hvítá; bls. 320—321 eru taldir þeir landnámsmenn, sem vóru göfugastir í SunnlendingaQórðungi, þar á meðal er talinn Kolgrímr enn gamli, enn hann bjó á Ferstiklu fyrir vestan Hvalfjörð; Björn gullberi er talinn, sem bjó á Gullberastöðum í Syðra-Reykjadal, og Onundr breið- skeggr, sem bjó á Beiðabólstað í Reykjadal nyrðra; og framvegis, þegar taldir eru þeir göfugustu menn, sem uppi vóru þegar land- ið hafði verið bygt 60 vetra, þá er Tungu-Oddr talinn í Sunnlend- ingafjórðungi, sem og bjó á Breiðabólstað, því hann var sonr On- undar. Og eins er það, að byrjað er að telja landnám í Vestfirð- ingafjórðungi fyrir vestan Hvítá, bls. 60, o. s. frv. það er kunnugt, að Haukr lögmaðr Erlendsson, ý 1331, er sá síðasti höfundr Landn., og hann setti hana saman eftir þeim bók- um, sem þeir höfðu ritað, Styrmir fróði og Sturla lögmaðr þórðar- son, enn þeir bygðu aftr á Kolskeggi vitra og Ara fróða, er fyrstur reit, sbr. meðal annars Landn. bls. 320, neðan máls. það sem Haukr segir viðvíkjandi takmarki fjórðunganna, verð eg að álíta, að ekki hafi 5*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.