Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 57
57 staðar hefði átt að kalla „]?ríhyrningsmörk11, þá var það umhverfis frihyrning’, en þar nam Sighvatur ekki land, heldur þorkell bund- infóti. „þ>ríhyrningsmörk“ hefði því orðið að vera laus við þ»rí- hyrning sjálfan, og mun sjaldgæft, að fornmenn hafi gefið örnefni á óeðlilegan hátt. Oskiljanlegt væri líka, hvers vegna Njála nefnir ekki „þ>ríhyrningsmörk“, ef svo hefði heitið stórt svæði, einmitt þar sem sagan gerist; að minnsta kosti átti Gunnar leið þar um, þá er hann fór að drepa Otkel. En þar veit söguritarinn ekkert örnefni milli „Akratungu“ og „vaðs hjá Hofi“, nema „Geilastofna11, sem annaðhvort eru Rjúpubotnar, eða þó öllu heldur Kluftir, — þar sem Torfastaða gróf [fyr: geill eins og t. d. Hæls-gróf hjet fyr Grettis-geií\ myndast af djúpum giljum. — Gunnar hefir hlotið að fara um báða þá staði, en hvorugur er svo merkilegur að líklegt sje, að hann væri nefndur, ef merkilegra örnefni hefði verið til á þeim vegi. þ>ó kemur þetta ekki af ókunnugleik söguhöfundarins, kunnugur hefir hann verið, fyrst hann þekkti Geilastofna. þ>au tvö örnefnin: Einhyrningsmörk og Deildará, mega þann- ig álítast fundin og fast ákveðin, jafnvel þó ekkert vottaði fyrir hinu þriðja örnefninu Bólstað, eða neinum byggðaleifum á því svæði. þ>ó sjá allir, að mikið gerir það til, hvort þær finnast eða ekki; því hefði menn almennt vitað af rústum þar, þá hefði aldrei orðið efamál um landnám Sighvats. En það segir sig sjálft, að rústir muni ekki vera þar miklar eða glöggvar, þar eð fæstir af Fljótshlíðarmönnum hafa vitað af þeim. Jeg, sem þetta rita, hefi spurt marga um það; því að síðan jeg vissi af Einhyrningi, hefi jeg eigi getað öðru trúað, en að við hann hafi Einhyrningsmörk verið kennd. í sumar er leið (1885) átti jeg tal um þetta við Högna hreppstjóra Ólafsson á Núpi. Sagði hann mjer þá, að þeg- ar hann var unglingur, hefði Arnbjörn bóndi á Flókastöðum — maður áreiðanlegur og vel viti borinn — sýnt sjer rúst við botn lækjar þess, er fellur um Einhyrningsflatir, og sagt sjer, að þar hefði bær verið til forna. Síðan sagðist Högni eigi hafa komið þar. Jeg bað hann að fylgja mjer þangað og sýna mjer rústina, og það gjörði hann góðfúslega. — Rústin er grjótdreif, blásin út úr bakka-rofi, við suðausturhorn Hrútkolls. Af hæð bakkans má sjá, að allþykkur jarðvegur hefir gróið yfir hana; þó er líka þvkk mold undir meiri hluta hennar; en þar sem fjærst er bakkanum, er öll mold blásin burt; liggur grjótið þar á malar-fláa, sem hallar ofan í gilið, — þar er nfl. lækjarbotninn niðurgrafið gil; hefir víst meira eða minna af grjóti rústarinnar hrapað þar ofaní, og hætt við, að það hrapi þangað æ því ineira, sem moldin blæs meira und- an því. þ>egar hún er öll á burt, er vafasamt, hvort grjótdreifin, sem þá verður eftir ber nokkurn vott mannaverka, nema ef eitt- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.