Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 71
7 enn á XX hestum, ok lætr leggja vidinn á Liáeyri, sídan ætladi hann at flytia á skipi út til Helgafells. þorsteinn átti feriu mikla, ok ætladi f>orkell þat skip at hafa þá er hann færi heimleidis. J>or- kell var í Liárskógum um föstuna, því at ástúdigt var med þeim frændum111. þ>að sem hér er einkum athugavert við þessa grein, er það, að eitt hndr. neðanmáls hefir: „XXX hestum“; þetta hlýtr að vera réttara, því þó hér hafi ekki verið nema um aðalmáttarviðina að gjöra“, þá var viðr á rúma 30 hesta varla nógr í meðalkirkju eins og þær nú gerast hér; þessi kirkja, sem þ>orkell ætlaði að láta reisa, gat því trauðlega verið nein eftirmynd kirkju í Niðarósi, þar sem var höfuð-aðsetrstaðr konungs, og hlaut þvf að vera aðal- hirðkirkja, og því stœrri enn annars staðar. J>að er ljóst, að borð- viðr til nokkurra muna hefir ekki getað hafa verið innifalinn í þess- um viði, enda munu menn ekki hafa byggt timbrkirkjur í þá daga; eg veit vel, að á einum stað er minnzt á kirkjur undir tréþaki, enn um timbrveggi er hvergi talað, svo áreiðanlegt sé; borðviðr hlaut að hafa verið nokkuð dýr i samanburði við annan við, einkannlega vegna þess, að sögunarverkfœri hafa þá verið ófullkomnari enn nú. Gnœgt af rekaviði var hér að vísu á mörgum stöðum, enn í stokk- verk hefir verið hentugastr norrœnn viðr valinn; enn það krafði mikla tilflutninga, að byggja úr því. Síðar i sögunni eftir allt þetta bls. 328, er talað um kirkju á Helgafelli, er sýnist hafa verið með fjalagólfi, þar sem Guðrún féll á „knébeð“; því þar voru teknar fjalir úr gólfinu; enn þetta gólf þarf ekki að hafa verið nema í það mesta í kórnum; því líklegt er, að Guðrún hafi fallið á knébeð til bœnar inn við gráturnar. Yfir höfuð sést það, að fjalagólf var hér ekki vanalega haft í húsum á 10. og 11. öld. 1 Reader bls. 78 er bezt lýst konunni, sem meyna Herdísi dreymdi: „sú var í vefj- ar-skikkju ok faldin höfuðdúki“1 2. Hér er rétt sagt frá hinum forna faldi. Fyrir sunnan Ljáskóga er á, sem fellr út í Hvammsfjörð, og heitir Ljá. Fyrir sunnan ána við sjóinn er graseyri, og beygist eyraroddinn norðr í árósinn, og sést fyrir gömlu nausti á eyrinni. þ>essi eyri hét Ljáeyri og hingað flutti þ>orkell viðinn, og á það vel við, eins og hér til hagar; nú er eyri þessi í almennu tali köll- uð Naustabót; enn það vita allir, sem kunnugir eru, að hún hafði hið fyrra nafn áðr. Svo að ekki slitni sundr alveg þráðrinn í þessum litla kafla, þá skal eg minnast á ferð þeirra þ>orkels í Hjarðarholt, enn með sem allrafæstum orðum (annars er það nokkuð langt mál), því bæði 1) Sbr. og fil. dr. Guðbr. Vigfússon: Safn til Sögu ísl. 452—3. 2) Útg. sleppir þessu: »faldin höfuðdúki«.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.