Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 29
29 hefði vissulega ekki sótt suðr yfir Hvítá, hefði nokkurt lögþing þá verið einhversstaðar í héraðinu fyrir norðan Hvítá; þvi hún var mikil torfœra fyrir hann á þeirri leið, til að komast á þingið, eins og hér stóð á, sem og raun gaf vitni; fórði hefir verið það kunn- ugt, að þessi illvirki, o: Blundketils-brenna, myndu verða varin með sama ofbeldi af þeim, sem hér stóðu að máli, eins og þau voru ranglátlega framin í fyrstu. Landn. segir um þetta bls. 115: „fórólfr refr var ok son Eysteins, er féll á Jfingnes þingi or liði f>órðar gellis, þá er þeir Tungu-Oddr börðust“. Hér er þetta þing kallað þingnessþing, og dregr nafn af nesinu, sem það var í, og á það nafn ekkert skylt við þ>verárþing, er síðar varð nafn á hér- aðsþinginu í Borgarfirði, sem enn mun sagt. Hœnsa-f>óris s. talar Ijósast um sjálfa þingreið jpórðar gellis, og um atburðina, bls. 1691: „Ok ætla yfir Hvítá, þar sem heitir f rælastraumr; þá sjá þeir mannaferð mikla fyrir sunnan ána; er þar Tungu-Oddr, ok hafði nær CCCC manna; greiða nú ferðina, ok vilja fyrr koma til vaðsins; hittast nú við ána, okhlaupa þeir Oddr af baki ok verja vaðit, en þeim f>órði gengr úgreitt framreiðin, ok vildu þó gjarna komast á þingit; slær nú í bardaga, ok verða þeg- ar áverkar; féllu IIII menn af þ>órði. p>ar féll þ>órólfr refr, bróðir Álfs or Dölum, virðuligr maðr, ok hverfa nú frá við svo búit. Einn maðr féll af Oddi, en III urðu mjök sárir. þ>órðr snýr nú málinu til alþingis“. Nú skal eg bera þennan síðasta kafla saman við rannsóknina. þrœlastraumr, þar sem jpórðr gellir ætlaði yfir ána, er í útnorðr frá þúngnesi; hér hagar þannig til, að Hvítá myndar hér ey, sem heitir j»ræley; áðr á síðari öldum, og til skams tíma, rann áin mest öll fyrir norðan jpræley, enn nú fellur hún mest öll fyrir sunn- an eyna, eins og hún hefir gjört í fornöld, eða á þeim tímum, sem hér rœðir um; sönnun fyrir því, að svo hefir verið, er sú, að f>ræl- ey liggr undir Stafaholt, oghefirlegið alt síðan 1140; þannig hefir hún alt af heyrt til þeirri sveit, er liggr fyrir norðan Hvítá, og eins var meðan áin rann fyrir norðan eyna. fræley dregr nafn af f>rælastraumi, og vaðið var þar skamt ofar á broti einu; er þar slétt graseyri að sunnanverðu við vaðið, og lítil sandeyri er þar nú í ánni við syðra landið; vað þetta er nú kallað þrœleyjarvað; litlu neðar beljar áin með klöpp einni við syðra landið; þar er nú kallað Straumr, og er sá gamli þrcelastraumr, er vaðið dregr nafn af, sem er litlu ofar, sem þegar er sagt. f>etta vað var farið til skams tima, enn er nú orðið ófœrt, enda er Hvitá hér nokkuð stórkostleg orðin, því f>verá er þá löngu komin í hana; þræleyjar- 1) Sbr. og Árb. Fornleifafél. 1884—1885, bls. 81.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.