Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 18
18
til og skildu þá. |>orsteinn fann Grím son sinn sáran, enn sonr
Steinars lá þar dauðr; hann var og io vetra. porsteinn hafði
Grím son sinn með sér, og þegar hann kom út yfir mýrina, á holt
eitt, þá andaðist Grímr, og grófu þeir hann þar, „ok er þat kallat
Grímsholt; enn þar heitir Orrustn-hváll, sem þeir börðust11.
þ>essi hóll heitir nú Orustuhóll; hann er grasi vaxinn, enn skóg-
laus, upphár hóll á leiðinni frá Urriðaá, þegar hún er farin á
Skálavaði, og farið er ofan að Álftanesi. Grímshóll er nú holtið
kallað; það er góðan spöl fyrir neðan Leirulœk — þar bjó þá
Steinar —, enn fyrir ofan Deild, þegar farinn er vetrarleið út að
Álftanesi1.
Lengra gat eg ekki farið vestr á bóginn, þvíað komið var
haust og veðr farið að spillast, enda átti eg enn mikið ógert uppi
í Borgarfirði og víðar; það er í mörg horn að líta, ef rannsaka
skal að nokkurri hlít viðburði og sögustaði, sem meira eða minna
við koma níu merkum sögum, sjá Árb. 1884—5, bls. 61—62.
Landnám Skallagríms er bæði viðlent, fjölbygt, og stórkost-
legt, þar sem hann nam „land milli fjalls ok fjöru, Mýrar allar út
til Selalóns, ok hið efra til Borgarlirauns, enn suðr til Hafnar-
fjalls, ok alt þat land, er vatnsföll deila til sjávar“, bls. 57, sbr.
og Landn. bls. 57. Hafnarfjall gengr fram með Borgarfirði að
sunnanverðu vestr úr Skarðsheiði. Enn nafnið Selalón er nú týnt,
enn sögurnar ákveða þó svæðið, hvar það hefir hlotið að vera; þar
sem Skallagrímr nam land til Borgarhrauns — nú Eldborgarhraun
—, þá er ekki annað líklegra, enn að það sé það mikla lón, sem
er fyrir mynni Kaldár\ þar eru ýörfaeyjar, og selveiði; þar upp
frá er og Borgarhraun, enn það brann miklu síðar, ekki fyrr enn
á dögum Selþóris á Rauðamel-, þá var hann gamall og blindr,
Landn. bls. 78. Sturlunga sýnir einnig þetta I. bls. 195: Selalón
er þar fyrir vestan Hítarnes, enn fyrir sunnan nfjöruru, þ. e. Löngufjör-
ur. Kaltlárós er raunar nefndr á þessum stað í Landn. þegar
Eldborgarhraun brann, enn þannig gat ósinn vel hafa heitið, þar
sem Kaldá rennr út í lónið, enn þá Selalón fyrir utan. Nökkva-
maðrinn, sem talað er um, sýnist vera látinn róa upp í ána, því
hann gekk að bœnum Hrípi, sem stóð þar sem Eldborg-
in nú er.
Skallagrímr kom að landi þar sem hann kallaði Knarrarnes;
það er vestr frá þar sem Borgarfjörðr skerst inn; þar var hann
hinn fyrsta vetr; Skallagrímr var búmaðr mikill, og átti 2 útibú
fyrir utan höfuðbólið að Borg; annað var að Álftanesi, sem er út
1) Hingað hef eg ekki komið; enn hef þetta einkanlega eftir síra
þorkeli.