Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 38
38 austan frá Ölfusá, eða að minsta kosti frá Reykjanesi, og alt upp að Hvítá; það verðr því ákaflega stórt, enn þ>verár-þing þar á móti mjög lítið, þegar vér gætum að, hvar það mœttist og jpórness-þing. Hin fornu goðorð í J>órness-þingi vóru þessi: goðorð J>órðar gellis, er mestr höfðingi var í Breiðafirði á sinni tíð (Hvammsverjagoð- orð), J>órnesinga-goðorð, og Rauðmelinga-goðorð, þ. e. goðorð Sel- J>óris og hans afkomenda þetta er það syðsta. J>verár-þing hefir ekki getað náð lengra vestr enn til Borgarhrauns; þangað náði og landnám Skallagríms; því þá hefir hlotið að taka við Rauðmelinga- goðorð, þar forsteinn í Haffjarðarey, sem er þar skamt vestr frá, og var þar goði á dögum Eyrbyggju, hann var afkomandi Sel- f>óris; forsteinn hefir þó hlotið að búa innan takmarka goðorðsins. f>að nyrzta goðorð í f>verár-þingi var Mýramanna-goðorð, og í Egils s. er bending um, að það hafi náð til Borgarhrauns; því þegar J>orsteinn Egilsson gjörði Steinar landrækan eða héraðsræk- an í síðara sinni, þá tiltók hann, að Steinarr fœrði bústað um Borg- arhraun, þ. e. út úr sínu goðorði, bls. 224. Að sunnanverðu hefir Mýramanna-goðorð, að minsta kosti að neðan, hlotið að ná suðr að Hvítá, því það er að eins skamt frá Borg; annars var leyft í lögum, að vera í goðorði þar, sem hver vildi, svo alls staðar hafa ekki ef til vill verið ákveðin takmörk; enn þetta fór allt eftir kringumstœð- um, og er hér ekki rúm að tala meira um það. í>ar sem nú Mýramanna-goðorð var það vestasta í J>verárþingi, og hlaut að ná um það suðr að Hvítá, þá kemr það, sem er eftir- tektavert: hvar var þá rúm fyrir hin tvö goðorðin, samkvæmt fornum lögum, hefði fjórðungatakmarkið verið við Hvítá? Hér var þá ekki eftir vestan eða norðan árinnar nema Norðrárdalrinn, Stafholtstungurnar, f>verárhlíðin, og sú mjóa ræma Hvítársíðan. J>etta er einu sinni varla nóg fyrir eitt goðorð, sem sé nokkurn veginn að stœrð, í hlutfalli við önnur goðorð, og hér við bœtist, að hér átti þó af að taka í fimtardóms-goðorð í hlutfalli við önnur forn goðorð í þinginu. f>ar á móti, þegar Vestfirðingafjórðungr náði suðr að Hvalfirði, þá verða tvö syðstu goðorðin í þinginu hœfilega stór, og í hlutfalli við það vestasta. Vera má og, að Mýramanna-goðorði hafi fylgt nokkuð meira af þvf svæði, sem áðr er nefnt, vestan megin árinnar, t. d. Stafholtstungurnar. Landnám Skallagríms náði suðr til Hafnarfjalla, og það var á dögum Egils, eða 965, að með fullu varð ákveðið um þingaskipun og hinna fornu goðorða; þá vóru á lífi margir af sonum landnámsmanna, og höfðu tekið við arfi og höfðingsskap eftir feðr sína; er því líklegt, að þeir hafi viljað, að goðorð þeirra væru sem mest í landnámi feðra þeirra, að svo miklu leyti sem það gat átt við samkvæmt landnám- inu, og hér hagaði þannig til með Mýramanna-goðorð, að það átti við. f>etta var og eðlilegt; því landnámið höfðu feðr þeirra helg-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.