Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 69
6g til fiskifangs út í Höskuldsey. Sauðamaðr f»orsteins fór eitt kveld að fé fyrir norðan Helgafell; „hann sá at Qallit laukst upp norð- an; hann sá inn í fjallit elda stóra ok heyrði þangat mikinn glaum ok hornaskvol, ok er hann hlýddi ef hann næmi nökkur orðaskil, heyrði hann, at þar var heilsat forsteini þorskabít ok förunautum hans, ok mælt at hann skal sitja í öndvegi gegnt feðr sínum“, bls. 12—13. þ»etta er alt mjög forneskjulegt, og sýnir, hvað trúin var rík. Snorri goði sagði og: „þau ráð hafa sízt at engu orðit, er þar (upp á fellinu) hafa ráðin verit“. J>orsteinn þorskabítr lét fyrst reisa bœinn að Helgafelli; mun það hafa verið skömmu eftir að þeir fœrðu þingið inn í nesið; bœrinn stendr sunnan undir fellinu í litlum hvammi; heita Klaustrhólar fyrir austan, enn Fjóshólar að vestan. Nú sitr þ>orkell Eyólfsson í búi sínu að Helgafelli. þ>á dreym- ir hann eitt sinn, að hann þóttist „eiga skegg svá mikit, at tæki um allan Breiðafjörð11. Hann réð drauminn þannig, að ríki sitt mundi standa um allan Breiðafjörð. Enn Guðrún kvaðst heldr ætla, að hann mundi drepa slceggi í Breiðafjörð niðr, bls. 3161 2, enda hafði Gestr spaki Oddleifsson áðr ráðið hinn síðasta draum Guðrúnar á þessa leið, bls. 126—130. fetta sumar (bls. 316, o. s. frv.) býr jporkell skip sitt og ætlar til Noregs að sœkja sér kirkju- við, siglir þegar á haf og hafði útivist hœga og ei allskamrna, taka Noreg norðarlega; þá sat Olafr konungr helgi í prándheimi (að hér segir). J>orkell sœkir þegar á konungs fund, hafði þar all- góðar viðtökur og var með honum um vetrinn. f>orkell var svo mikils metinn af konungi þann vetr, „at þat er alsagt, at konungr gaf honum eigi minna fé enn X tigi marka brends silfurs112. J>ar 1) Eg fer hér eftir Kh.-útg. af Laxd., því enginn verulegr munr er hér í þessu efni á brotinu í Reader, eða hdr. J. S., nefnil. textanum, sjá Árb. 1884—5, bls. 78 neðan máls. 2) XX hefir 1 handr. neðan máls í J. S. Kann vera það sé réttara, því hin talan er afarmikið fé: 100 merkr af skíru silfri verða eftir þá gildandi silfrverði um 25600 kr. nú í vorum peningum; enn má vera, að þetta gæti verið rétt fyrir því, að Ólafr konungr hafði þá það stórræði í huga, að ná undir sig Islandi; hefir því viljað gera allt til að hylla þor- kel að sér, þar hann var goði og höfðingi vestanlands, vinr Snorra goða o. s. frv. Mun konungr hafa ætlað að nota hann sem verkfœri til að koma undir sig landinu; enda þegar þorkels missti við, notaði konungr Gelli son hans, og sendi hann til Islands í þær erindagjörðir; enn Islend- ingar kunnu að sjá við lekanum í það sinn, og var það að miklu leyti að þakka Einari þveræing, því hann opnaði augun á mönnum, og gat til, hvað konungr mundi hafa í huga, er hann sendi þórarinn Nefjólfsson til Islands og beiddi um Grímsey; og margar gerði konungr tilraunir. Frá þessu öllu er sagt í Heimskr. og Eornm. s. Annars sést það, að Noregs- konunga hvorki skorti fé, nje spöruðu það, þegar þeir vildu koma ein- hverju fram, er þeim var áhugamál. það er t. d. nær óskiljanlegt, hvern- ig Hákon konungr Hákonarson hefir getað rakað saman öllum þeim þús-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.