Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 16
i6
einkanlega hafi hann ekki staðið á því harðari grundvelli; steinn,
sem 4 menn geta valdið, er ekkert heljar-bákn að stœrð; rek-
steinar verða helzt að hafa einhverja vissa lögun og hæð, að þeir
séu hentugir. Með því að eg hefi ekki heyrt leika neitt orð á
neinum öðrum steini nú, enn þeim er mér var sýndr, og ekki getr
síra þorkell um neinn annan, og leitaði hann þó eftir þessu, þá
sýnist þessi steinn Olafs líka vera horfinn, og er það því eðlilegra,
sem grafið var alt í kring um steininn og undir hann, til að geta
skoðað hann og mælt, enn við þetta hefir steinninn sokkið því
lengra niðr, og því auðveldlegar orðið jörðu hulinn með tímanum.
Enn hvernig sem þetta er, þá eru þessir steinar að engu merki-
legir, þar sem hvorugr er sá sem sagan lýsir. Mér þótti þörf að
sýna fram á þetta, til þess að menn ekki bendli það við söguna,
sem stríðir á móti orðum hennar; þessi dœmi sýna og enn, hvað
vandséð það kann að reynast, að byggja mjög á munnmæla-
sögnum.
Hvað því viðvikr, þegar Skallagrímr sótti steininn, þá væri
ekkert undarlegt, að hér kynni að standa þannig á, að á þessum
stað hefði sagan blandazt með forneskju, þar sem Skallagrímr átti
svo skamt að telja til hinnar rammauknu Hrafnistu-ættar, sem full
er af hamremmi og hrikalegum stórvirkjum; þetta myndi ekkert
lýta söguna eða trúverðugleik hennar; slíku bregðr svo oft fyrir í
vorum merkustu sögum, og var yfir höfuð einkenni þeirrar tíðar.
Enn eg er alls ekki viss um, hvort þetta þarf þannig að skiljast;
sagan neitar því ekki, að Skallagrímr kunni að hafa haft menn
með sér, enn segir blátt áfram frá þessu, og nefnir hann einungis,
eða formanninn, eins og hjá oss er enn í dag siðr. Skallagrímr
gat hafa séð stein í botninum, þar sem grunt var, sem honum
leizt vel á, og farið þá utanborðs og komið undir hann böndum,
og hafið svo steininn með mannhjálp upp í skipið. Enn um þetta
skal eg hvern láta ráða sinni skoðun. Miðfjarðareyjar eru nú
kallaðar Borgareyjar, nokkuð margar eyjar og sker, og liggja svo
sem hálfa viku sjávar nær í suðr frá Rauðanesi.
Anabrekka er i útvestr frá Borg, svo sem meðal-bœjarleið;
eru þar mýrar á milli. Hafslœkr hefir sama nafn enn í dag, og
er enn landamerki á milli þeirra bœja; hann er nokkuð nær Borg
enn Ánabrekku. Hafslœkr kemr úr svokölluðu Hafsvatni, og kemr
tilsjávar í Brekkunesi1. Fyrir sunnan hafslœk eða Borgar megin er
Stakksmýri; enn nú er það svæði kallað Breiðin, og liggr við
1) Annars er lœkrinn kallaðr Hafrslœkr bls. 57: «Án gaf hann
(Skallagrímr) land milli Laugar og Hafrslœkjar«, enu síðar, bls. 211 og
213, er hann kallaðr Hafslœkr; nú i daglegu máli mun hann kallaðr
Háfslœkr.