Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 37
37 vestr fyrir Hvítá, og sett við f>verá. f>að sést jafnvel á þeim stöðum í Egils s., sem eg hefi áðr talað um, að þegar þingið var fyrir vestan Gljúfrá hjá pinghól, að það var sótt af þeim, sem bjuggu fyrir sunnan Hvítá. í Sturlungu finst hvergi, það eg hefi getað séð, að Hvítá hafi verið fjórðungatakmarkið, eða þar hafi verið skifting á héraðinu; miklu heldr sést, að allr Borgarfjörðr er talinn ein heild. Ef Hvitá hefði skift fjórðungunum, þá hefði Reykhyltinga-goðorð verið í Kjalarnessþingi, og Snorri Sturluson, og allir sem vóru fyrir sunnan Hvítá, átt að sœkja Kjalarnessþing. Enn nú stefnir Snorri Magnúsi góða til pverár-þings\ Magnús segir, sem satt var, að hann var þar „utan-þings-maðr“, því hann var úr Kjalarness-þingi alsherjargoði; hvort Magnús hefir mœtt, sést ekki, enn líklega hefir hann ekki gjört það, enn Snorri fœr hann gjörðan sekan skógarmann; síðan fjölrnentu hvárutveggju til alþingis, enn Magnús biskup fékk sætta þá. f>etta sýnir, að Hvítá var hér ekki takmarkið, því J>verárþing stóð fyrir vestan Hvítá. Hefðu þeir Snorri og Magnús verið báðir úr öðrum fjórð- ungi og öðru þingi, þá hefði Snorri þó ekki getað haft þessa að- ferð, að stefna til þings í annan fjórðung, sem þeim kom hvorug- um neitt við, Sturl. VII bls. 235, enda segir Sturl. það nær ljósum orðum, að Reykhyltinga-goðorð var í þ>verár-þingi, VII. bls. 146: „f>órðr gekk í þingbrekku, ok mælti þeim málum öllum, sem skylda lög til fyrir Reykhyllinga-goðorð"'. petta, sem hér segir, væri nœg sönnun. Á pverárþingi gengu Vestfirðingar og Borgfirðingar beggja megin Hvítár undir skatt við Hákon konung og sóru hon- um trúnaðareiða, Hákonar s. Hákonarsonar, bls. 114. Hér er því eng- inn munr gerðr, hvorum megin þeir vóru árinnar. Enn það, sem er þó mest sönnun í þessu máli um fjórðunga- skiftin, er þingaskipun og goðorða í fornöld í fjórðungi hverjum. þ>egar landinu var skift í íjórðunga, þá vóru látin vera þrjú þing í fjórðungi hverjum, nema í Norðlendingafjórðungi; þar vóru fjögur þing, enn þó skyldi jöfn dómnefna og lögréttuskipan úr þessum fjórðungi sem hinum. í hverju þingi voru þrjú forn goðorð; enn þegar fimtardómrinn var settr 1004, vóru þar að auki tekin upp 12 goðorð á öllu landinu, þrjú í hverjum fjórðungi; enn hin fornu goðorð héldu sér samt, nema hvað þau hafa nokkuð minkað hvert um sig að tiltölu; því að á þeim var bygð hin forna dómnefna og skipan lögréttunnar, enn þingin héldu sér alveg allan þjóðveldis- tímann. Nú vóru þessi nöfn á þingunum í Vestfirðinga og Sunn- lendinga fjórðungi: í Vestfirðingafjórðungi þorskafjarðar-þing, þórness-þing, og þverár-þing; enn í Sunnlendingafjórðungi: Kjal- arness-þing, Árness-þing, og Rangæinga-þing. Hefði nú Vestfirð- ingafjórðungr einungis náð suðr að Hvítá, þá gat J>verár-þing heldr ekki náð lengra, enn Kjalarness-þing hlaut þá að ná alt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.