Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 51
5i Á við bls. 40. ,.Skipaði Vilchin biskup III offlcales yfir bisk- upsdœmit: Vermund ábóta á Helgafelli yfir Vestfirðingafjórðung til Botnsár". þetta var 1405, Espólíns Árb. I. d. bls. 126, sbr. Islenzka Ann. bls. 376; sjá og bls. 348. Hér kemr það enn fram, að haldið er þeim fornu fjórðungaskiftum, nefnil., að Vestfirðingafjórðungr er látinn ná suðr að Hvalfirði. Eg hefi þá gert grein fyrir rannsókninni í Borgarfirði; enn hún er í heild sinni mikið efni, því þar er um margar merkar sögur að rœða (sjá upphaf þessarar rannsóknar, Árb. 1884—5, bls. 61 — 62) og ýms önnur þýðingarmikil atriði, sem ekki hafa verið tekin fram; enn tíma hafði eg óhentugan til þessarar ferðar, því bæði var sumar orðið mjög áliðið, og veðr farið að spillast. f>að er Egils s., sem mest við kemr þessu efni; hún er saga vel rituð, með styrk miklum og sannleiks-einkennum. f>að er auðséð, að sá sem söguna hefir saman sett af þeim máttarviðum, sem fyrir hafa legið, hefir verið nákunnugr sögustöðunum og héraðinu. Hitt er annað mál, þó eitthvað kunni að vera orðið aflagað í vissum handr. sögunnar; það kemr fyrir meira eða minna í öllum eða flestum vorum sögum, og þess vegna er nauðsynlegt, að bera saman þau hndr., sem til eru. petta, sem aflagað kann að vera, getr stundum valdið svo miklum misskilningi, að ein stutt setning, eitt orð, eða jafnvel eitt atkvæði, getr orðið tilefni til þess, að gera heilan viðburð tortryggi- legan, eða með öllu ósannan; enn það er einmitt þetta, sem þarf að rannsaka og bera nákvæmlega saman við sögustaðina, og sjá, hvernig þar til hagar; enn það getr oft verið vandi mikill og ilt að ráða fram úr sumu; enn eg skal ekki að sinni fara lengra út í þetta mál. Hjá oss hefir lítil stund verið lögð á það sem beinlínis við kemr þeirri fornfrœðislegu (arkeólógisku) hlið, og er það þó mikið efni. Eg hefi, eins og í undanfarandi Árb., skýrt frá því, hvar eg hefi verið á hverjum degi, og hvað eg hefi aðhafzt og sjálfr séð með eigin augum, og þá, hvað eg hefi orðið að hafa eftir öðrum mönnum. J>etta verð eg að álíta nauðsynlega reglu í þessu efni, því þá er að öllu vísu að ganga, hvar eg hafi komið, og ekki komið, og ekki gefin ástœða til að láta menn halda, að maðr hafi rannsakað það, sem aldrei var gjört. 7* 2416: þinghöfði 2536: ekki les Búðarhöfði. — varla.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.