Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 61
En af þessu má ráða, að þá þegar hefir nafnið Einhyrningsmörk
verið fallið úr tízku; annars hefði menn getað vilzt á því, um hvora
„Mörkina“ talað var, ef að eins var nefnd „Mörk“, eins og gert
er í Njálu.
Ekki er ástæða til að ímynda sjer það fremur um Einhyrnings-
mörk en f>órsmörk, að þar hafi verið orðið skóglaust, þá er byggð-
in lagðist af. En sá var munurinn, að á þórsmörk var skógurinn
svo að segja friðaður af sjálfu sjer, þegar mannabyggð var þar
ekki lengur. Hún er vernduð af illfærum vötnum, svo menn hafa
hlíft sjer við að sækja skógvið þangað, meðan hann var nær að
fá og með hægra móti. Svo varð hún líka að nokkru leyti kirkju-
eign, og upp frá því hefir verið haft eftirlit með skógaryrkju þar.
þ>ar á móti naut Einhyrningsmörk engrar slíkrar verndar, svo ekki
gat hjá því farið, að skógurinn þar hefði sömu forlög sem flestir
skógar hafa haft, þeir er hjer á landi voru í fornöld. Enda hefir
hjer farið sem víðar, þar sem menn eru að eyða skógi eða kvisti
úr jörðu: að náttúran fer til með þeim. þ>ar sem vindur kemst í
rjóðrin blása þau upp; það, sem menn skiija eftir af skógi, deyr af
kali; og loksins verður alit skóglendið að flagi og hrjóstrum, nema
þar sem raklent er eða í góðu skjóli. Nú er hin forna Einhyrn-
ingsmörk svo að segja eintómt hrjóstur; að eins eru grasblettir á
stöku stöðum, þar sem skjól eru. Stærstir þeirra eru Einhyrnings-
flatir og Fífuhvammar.