Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 33
33 brjóta sig í gegn um Faxið og yfir í pverá; enn líklegt er, að áin hafi verið nokkuð lengi að grafa sig þar í gegn um. fað er al- ment álit manna í Borgarfirði og viðar, þeirra sem til þekkja, að jarðbrú hafi hér myndazt á Hvítá, við það að áin gróf sig gegn um Faxið, og að hún hafi haldizt þar við nokkura stund, svo að manna umferð hafi verið yfir brúna, enn að hún hafi verið fyrirboð- in, þegar brúin tók að gjörast ótrygg. þ>að er auðvitað, að áin hefir smátt og smátt grafið sig hér í gegn um eða undir, og fyrst ekki fallið hér nema nokkur hluti hennar; farvegrinn hefir því ver- ið allmjór í fyrstu, enn svo smá-víkkað, uns áin var komin liér öll. Og með því að Faxið er 30 feta hár hryggr, brattr beggja megin, flatr að ofan, með þykkri grasrót, og um 50 faðmar á breidd, sem fyrr segir, þá er líklegt, að jarðbrú hafi getað myndazt hér, því vatnið hefir þó ekki leikið á nema að neðan í fyrstunni, og þar grafið sig inn. Enn hvernig sem þetta hefir verið eða orsakazt, þá skal eg hér taka fram það sem eg hefi fundið þessu máli til sönnunar. Jón Espólín segir, íslands Árb. VII. d. bls. 9: „f>á reid J>órdr biskup fyrir fardaga vestr í Borgarfjörð, ok nordr Holta- vörduheidi; var því komit til vegar vid hann í þeirri ferd, at Staf- holtsey, er legit hafdi til Stafholtssóknar þángad til, legdist til Bæar, því Hvítá hafði grafit sig ígegnum Eyarfaxit vestr í þverá, ok var þar fordum jardbrú“. fetta er góð upplýsing hjá Espólín; því einmitt vegna þess, að þá var jarðbrúin af Hvítá, var nauðsyn- legt, að Statholtsey legðist til Bœar, því örðugt var að sœkja kirkju vestr yfir Hvítá, og ómögulegt þegar áin var ófœr, enn áðr rann Hvítá öll fyrir sunnan Stafholtsey, enn nú fyrir norðan, sem fyrr segir. f>órðr biskup reið vestr til BorgarQarðar 1685, og hefir maðr hér sönnun fyrir, að þá var jarðbrúin af. Jón Espólín gat haft fulla vissu fyrir þessu af elztu mönnum og fleiru, því hann varð sýslumaðr í Borgarfjarðarsýslu 1796, og var þar nokkur ár, áðr enn hann fór til Skagafjarðar; enn fyrst var hann sýslumaðr í Snæfellsnessýslu í 4 ár. Kálund segir, eftir Árna Magnússyni, II, bls. 413 í viðbæti og leiðréttingum (Tillæg og rettelser): „Árni Magnússon hefir nákvæmlega athugað hinn gamla farveg Hvitár við Stafholtsey, og afstöðu þingstaðanna þ>ingness og J>verárþings; þannigfinst i Chor. Isl. uppdráttr, sem hann hefir gjört yfir farveginn og rennandi vötn þar i kring. Árni þekkir einnig og leggr til grundvallar þá skoð- un, sem nú er almenn, að Hvítá hafi breytt farveg sínum, og brot- ið sig út í þverá. Samkvæmt sögnunum hefir gegnumbrotið ekki verið fulikomlega á enda í tið J>órðar lögmanns, eða í lok 16. aldar, því þá var enn við lýði jarðbrúin á Hvitá millum Sta.f- holtseyjar og Vestrlandsins“. f>órðr Guðmundsson var lögmaðr 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.