Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 9
9 Var þar tjaldat yfir um nóttina; en urn morgininn at flóði var Skallagrímr lagðr í skip, ok róit með hann út til Digraness. Lét Egill þar gjöra haug á framanverðu nesinu. Var þar í lagðr Skallagrímr, ok hestr hans ok vápn hans ok smíðartól. Ekki er þess getið, at lausafé væri lagt i haug hjá honum2. er menn stóðu upp, sat þórólfr þar enn ok var dauðr. þá sendi hús- freyja mann til Arnkels, bað segja honum andlát þórólfs; reið þá Arn- kell upp í Hvamm, ok nökkurir heimamenn hans, ok er þeir kómu í Hvamm, varð Arnkell þess víss, at faðir hans var dauðr ok sat í hásæti, enn fólk allt var óttafullt, því at öllum þótti óþokki á andláti þórólfs. Gekk Arnkell nú inn í eldaskálann, ok svá inn eptir setinu á bak þór- ólfi; hann bað hvern at varast at ganga framan at honum, meðan hon- um vóru eigi nábjargir veittar; tók Arnkell þá í herðar þórólfi, ok varð at kenna aflsmuna áðr hann kœmi honum undir; síðan sveipaði hann klœði um höfuð þórólfi ok bjó um eptir siðvana. Eptir þat lét hann hrjóta vegginn á bak honum, ok kom honu/m þar uU. það var gömul trú í heiðni, og líklega yfir höfuð hjá fornþjóðum, einkanlega um þá menn, sem dóu nokkuð vofeiflega og í þungu skapi, að sá dauði gengi aftr, væri hann borinn vit um hússins dyr, og þess vegna var þá brotið gat á vegginn, eða gert eitthvert annað op, því sá dauði átti þá líklega ekki að geta komizt inn þá sömu leið, með því það op var þá aftr byrgt. Walter Scott bœtir þessari upplýsandi athugasemd við sinn útdrátt á ensku úr Eyrbyggju: Illustrations of N. A. S. 497: »það er enn þá eitt af hjátrú alþýðunnar í Skotlandi, að lík þess manns, sem sjálfr hefir ráðið sér bana, má ekki bera út um húsdyrnar, heldr annaðhvort út um gluggann, eða þá gegn um eitthvert op, sem þess vegna er brotið á vegg- inn; sé þessari reglu ekki fylgt, þá trúa menn því, að sá dauði gangi aftr«. Merkilegt er það, að þessi sami siðr er enn þá í Kína með lfk sakamanna, er deyja í fangelsinu. Marco Polo sá (1272), að Mongólarn- ir brutu stundum gat á vegginn, til að bera líkin út í gegn um. A vorum dögum hefir Klaproth séð hjá þessari sömu þjóð, að sá dauði er aldrei borinn út um þær vanalegu dyr á tjaldinu. Grœnlendingar hinir heiðnu nú á dögum bera aldrei líkin vit um tjald- eða húsdyrnar, heldr gegn um vindauga (glugga) eða eitthvert ann- að op. I nokkurs konar sambandi við þetta stendr sá undarlegi siðr, sem Arntz 1808 getr um að sé hafðr hjá hjátrúarfullum almúga í Sönd- fjorden í Noregi; það er, að í því einhver deyr eða gefr upp öndina, þá er tekið skjol af Ijore (skjól af Ijóra), til þess að sálin geti fengið fyrirstöðu- lausa ferð tií himins, sjá Grönlands historiske Mindesmærker I, bls. 728—729. þessi hjátrú hefir og verið hér á landi, og jafnvel haldizt við fram á mína daga. Eftir 1840 heyrði eg mann vestr í Breiðafirði hafa þessi orð eftir karli nokkurum, þegar maðr einhver var í andarslitrunum, eða hafði nýgefið upp öndina, þá sagði karlinn: »Skera gat á mœnirinn, so sálin komist upp«. Kapitainlieutenant V. A. Graah rannsakaði vestrströndina á Grœn- landi 1823—24, og austrströndina 1828—31; hann segir, að það sé siðr hjá Skrælingjum, að þegar einhver deyr, þá sé skjárinn tekinn úr glugg- anum, og sá dauði borinn þar út. 2) Eg get ekki vel komizt hjá því, að minnast á það, sem Kálund segir sérstaklega um Skallagrímshaug. Hann segir fyrst bls. 176, að 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.