Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 77
Skýrslur. i. t Arsfundur félagsins 14. ágúst 1886. J^ar eð Reykjavík hélt ioo ára afmæli sitt sem kaupstaður um sama mund og fundur þessi var haldinn, þar sem verzlunarfrelsi hið minna var veitt með konungsúrskurði 18. ágúst 1786, skýrði formaður félagssins, Árni Thorsteinson, frá helztu atriðum úr sögu Reykjavíkur frá landnámstíð og fram til 1786. !>ar næst lagði formaðurinn fram ársreikning félagsins frá 2. ágúst 1885 til sama tíma 1886, og skýrði frá því, að félagatalan að vísu stæði í stað að fjöldanum til, en á því liðna ári hefði það orð- ið að sjá á bak nokkrum helztu félögum sínum. f>ar á meðal taldi hann tvo af stofnendum félagssins: Hilmar Finsen, f. landshöfðingja vorn, síðar yfirstjóra Kaup- mannahafnar og ráðherra, er dó þann 15. janúar 1886. Hann var einn hinn bezti styrktarmaður félagsins, tók þátt í stofnan þess, og sýndi félaginu eigi að eins velvilja í orði, heldur og á margan hátt í verki. |>að hafði mikla þýðingu fyrir félagið, að hann bæði sjálfur og í sinni atkvæðamiklu embættisstöðu lagði svo mikla rækt við félagið. Við burtför sína héðan af landi gaf hann félaginu allmik- ið safn af gömlum peningum. Bergur Thorberg, landshöfðingi, er dó þann 21. janúar 1886. Hann tók þátt í hinni fyrstu myndan félagsins þann 15. október 1879. Hann var og í stjórn félagssins frá fyrstu byrjun þess til æfiloka. Hann styrkti félagið með ráð og dáð, og sýndi því ávallt einstakan velvilja. J>að er að miklu leyti hans tillögum að þakka, þá er hann var stiftsyfirvald, að Forngripasafnið hefir náð því að verða griðastaður fyrir ýmislegar kyrkjulegar fornleifar, í stað þess að þær annars ef til vill hefðu farið hingað og þangað. Félagið minnist og með söknuði á nokkra aðra félagsmenn: Hannes Sfeingrímsson Johnsen, er dó þann 16. nóvbr. 1885, Ásgeir alþingismann Emarsson, er dóþann 15. nóvbr. 1885, og Árna bónda SigurSsson á Höfnum, er dó nú í sumar 17. júlí.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.