Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 52
Um landnám Sighvats rauða. Eptir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi Frá þvf er sagt í Landnámu, 5. p. 3. kap., að ,,Sighvatr hinn rauði nam Einhyrningsmörk fyrir ofan Deildará ok bjó i Bólstað"'L. Öll þessi örnefni: Einhyrningsmörk, Deildará og Bólstaður, eru gleymd, og það án efa fyrir löngu, svo upp hefir komið vafi um það, hvar það var, sem Sighvatur nam land. Almennust mun sú ætlun, að hann hafi numið Fljótshlíð utanverða, því að þar bjuggu afkomend- ur hans, sem af Njálu má sjá. pykir líklegt að Ketill hængur vin- ur hans, hafi eftirlátið honum lönd þau, er hann „hafði undir sik fyrir austan Rangá hina eystri, Vatnsfell til lækjar þess, er fellr fyrir utan Breiðabólstað ok fyrir ofan pverá“ (Landn. s. st.). VatnsfelL er án efa sama sem Vatnsdalsfjall; á því er stöðuvatn. Lækur sá, er fellur fyrir utan Breiðabólstað, er víst Flókastaðaá; hún er eigi meiri en lækur, allra sízt fyrst, áður hún fellur í gljúfrið fyr- ir utan Breiðabólstað. Hún rennur, þar nokkru neðar og utar saman við þverá. Sú á kemur ofan af hei ðinni fyrir utan Hlíðar, enda, rennur svo út með Hlíðinni þaðan af, og út með Hvolhrepp- öllum til Rangár. Um landnám Baugs, er „nam Fljólshlíð alla“( sýnist þá tvennt til: annaðhvort að það hafi aldrei náð nema út fyrir Hlíðarenda, til pverár, — og til þess virðist bæjarnafnið Hlíð- arendi benda, — ellegar að Sighvatur hafi tekið nokkurn hluta af landnámi hans undir sig, — og til þess virðist það benda, að svo er að sjá sem grunnt hafi verið á fjandskapnum milli ættanna fyrir fram, er Steinn drap Sigmundfyrir svo litla sök. Með því að ganga út frá þessu þykir auðvelt að finna Bólstað, þar sem Sighvatur bjó. pað sýnist liggja beint við, að það sje Breiðabólstaður, sem ávallt hefir verið, og er enn, helzti bær í Hlíðinni. þ>ó hann hafi í fyrstunni að eins heitið „Bólstaður“, má hugsa sjer, að viðaukinn: ’Breiða’ hafi síðar bæzt framanvið, ef til vill af því einu, að önnur bæjanöfn hjer á landi, sem enda á -bólstað, byrja á ’Breiða', svo þetta bæjarnafn gat ósjálfrátt tekið Hkingu af hinum. — Og til þessa virðist það benda, að í riti eftir Sæmund Hólm eru nefndar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.