Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 75
75
hvárutveggja landinu, en er þeir voru þar komnir, þá laust hvidu í
seglit ok hvelfdi skipinu. þorkell druknadi þar ok allir þeir menn
er med hönum voru; viduna rak vída um eyar, horn-stafina rak í
þá ey er Staf-ey heitir sídan. Sköfnungr var festr vid innviduna í
feriunni; hann hittist vid SkÖfnuilg'S-ey“.
Eg skal þá að sfðustu bera þessa grein saman við, hvernig
hér til hagar. f>að er þá fyrst, að hér er Hvammsfjörðr nefndr
einu nafni og Breiðifjörðr, ok kemr það viðar fyrir í sögunni; það
er eins og Breiðafjarðardalir, sem heita svo enn í dag, sem kunn-
ugt er, og liggja þeir þó beinlínis inn af Hvammsfirði; að kenna
við Breiðafjörð er líklega það elzta. Svo er að sjá af því, hvernig
af skipinu rak og fl. að þetta hafi verið norðan áhlaupsveðr, sem
gerði, enn um morguninn hefir verið kyrt veðr, enn líklega útlits-
ljótt, og hann þá rokið alt i einu upp á norðan, sem oft kann verða;
þegar kemr út fyrir Skorravíkiirmúla, sem er langt út með firðinum
að norðanverðu, beygist fjörðrinn mjög, og verðr vindr úr því nokk-
uð þverstœðr, meðan hanu er á hátt norðan, og er þá ákaflega
byljóttr þar ofan af fellunum; þeir forkell hafa því lítið getað við
ráðið, enn kirkjuviðr enginn þœgðarfarmr í ofsaverðri. Nafnið
Bjarnarey er nú fyrir mjög löngu týnt; enn þetta getr engin önnur
ey verið enn Lamiey, sem liggr nær á miðjum firðinum, fram und-
an Staðarfelli; hún er þar mjög svo einstök og hlaut einmitt að
vera á leið þeirra þ>orkels, nefnil. hann sigldi fyrir sunnan hana. í
Vilchins máld. er nú reyndar ey þessi kölluð Lambey; enn það
gerir alllítið til: langr tími var liðinn frá því að helztu viðburðir
munu hafa verið ritaðir úr Laxd., og þangað til að hann var fcerðr
í letr, og á þeim tíma hefir nafnið breyzt um og fl. Ut af Lamb-
ey liggja svo kallaðar Steindórseyjar og liggja saman, hafa því all-
ar heitið sama nafni; þær eru má eg segja þrjár. Ut og suðr af
Lambey er boði eða blindsker, sem nefndr er þorkelsboði, og eru
það munnmæli, að þorkell hafi drukknað þar, enn orð sögunnar eru
sem áðr er sagt, að hvida laust í seglit; menn hafa einmitt séð,
þegar jþorkell drukknaði, eins og sagan segir að menn sáu ferð
hans af hvorutveggja landinu, þ. e. Fellströnd og Skógarströnd-,
fjörðrinn er þar ekki breiðari enn svo. Stajey er ein af þeim svo
kölluðu Gjarðeyjum, sem liggja langt út og suðr á firðinum, nær
Skógarströnd; þessar eyjar eru eign Snóksdalskirkju; það er því
eðlilegt, að nokkuð af viðnum ræki hér, eftir vindstöðu á norðan,
einkannlega hafi útstraumr verið á firðinum. J>að eru ýmsar mein-
ingar um Sköfnungsey, hvar hún muni vera; í sóknalýsingu frá 1839
fyrir Hvamm og Fellströnd, segir, að Ölvissker hafi áðr verið nefnt
Sköfnungsey1; þetta Olvissker er fyrir vestan þær áðrnefndu Stein-
1) Sjá Kálund I. 497, því eg hefi ekki sóknalýsingarnar, þær eru
allar í Kaupmh.
io:*