Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 2
2
Hvítá, Þórsnessþing »sunnan og vestan Hvammsfjörð«, Þorskafjarðar-
þing »sunnan og vestan Glámu«, Húnavatnsþing, Hegranessþing,
Vaðlaþing, Þingeyjarþingx). Eins og menn sjá, er fyrri nafnliðurinn
staðatáknanir. Ákveðin takmörk fyrir hverju þingi eru ekki hér greind,
nema að nokkru leyti fyrir 5 af þeim. Auðvitað hefur gömlu tak-
mörkunum verið að mestu leyti haldið. Þingin höfðu oft sín eðlilegu
landslagstakmörk, og því urðu þau seinna að »sýslum« innan sömu
takmarka.
Múlaþing náði frá Eystra-horni til Langaness* 2) (nú Norður- og
Suður-Múlasýsla).
Skaftafellsþing náði frá Eystra-horni til Jökulsár á Sólheimasandi
(nú Austur- og Vestur-Skaftafellssýsla).
Rangár[valla]þing var milli Jökulsár (er nefnd var) og Þjórsár
(nú Rangárvallasýsla).
Árnessþing milli Þjórsár og Sýslusteina, en þeir eru vestan við
Geitahlíð á sunnanverðu Reykjanesi. Jón Sigurðsson hefur álitið það
ekki ósennilegt, að Reykjanes allt hafi verið talið til Árnessþings
(DI. I., 493) (nú Árnessýsla).
Kjalarnessþing milli Sýslusteina og Botnsár (nú Gullbringu- og
Kjósarsýsla).
Þverárþing milli Botnsár og Hítár (nú Borgarfjarðar- og Mýra-
sýsla).
Þórsnessþing milli Hitár og Gilsfjarðar (nú Hnappadals-, Snæ-
fellsness- og Dalasýsla).
Þorskafjarðarþing milli Gilsfjarðar og Hrútafjarðarár (nú Barða-
strandar-, ísafjarðar- og Stranda-sýsla).
Húnavatnsþing milli Hrútafjarðarár og Deildarhamars á Skaga
norðaustanverðum (nú Húnavatnssýsla).
Hegranessþing milli Deildarhamars og Úlfsdalafjalla (nú Skaga-
fjarðarsýsla).
Vaðlaþing milli Úlfsdalafjalla og Varðgjár (nú Eyjafjarðarsýsla).
Þingeyjarþing milli Varðgjár og Langaness, og er þá komið að
Múlaþingi (nú Þingeyjarsýsla).
Starfsvið sýslumanna á íslandi hefur efalaust verið hið sama
sem í Noregi, sbr. lýsingu E. Bulls, sem tilfærð var. í Jónsbók er
víða tekið fram, hver skylda þeirra var. Þeir máttu ríða um hérað
við 10. mann (síðar er talað um 6), og þeir skyldi eigi reka sýslur
sínar á vissum tímum (frá alþingi til Máríumessu siðari, 8. sept., frá
t) Sjá Jónsbók, útg.: Ól. Hald. s. 6.
2) Sbr. Sýslum.ævir um þetta og það sem eftir fer.