Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 31
31
er fannst nálægt höfuðkúpunni. Stefán simaði mér um fundinn 23..
s. m., og ók ég norður á Blönduós 1. Okt., en þaðan næsta dag að
Bergsstöðum og fór áfram á fundarstaðinn ríðandi; reið Stefán
hreppstjóri með mér og tveir aðrir bændur úr Svartárdal, og veittu
mér aðstoð við rannsóknina, og sömuleiðis Klemens bifreiðarstjóri
Þórðarson frá Blönduósi.
Manns-dysin virtist hafa eyðzt af vatni og vindi, einkum fyrir
það, að hún var þar, sem æ er farið um, þegar fé er rekið hér ofan
til réttar. Höfuðkúpan ein var ber, en önnur bein höfðu ekki komið
í ljós; virtust þau munduvera sunnan við hana. Þar var moldarþúfa,.
lítil og lág, með fáeinum steinum í, óreglulega látnum. Þeir voru nú
teknir upp og moldin skæmd varlega burtu. Brátt kom annar lang-
leggurinn í ljós; hann er 45 cm. langur og virðist því vera úr með-
almanni að hæð, um 168 cm. háum.1) Nokkrir hryggjarliðir fundust
einnig og efri gómur í tvennu lagi, nokkru neðar en höfuðkúpan, en
kjálkar fundust ekki, né tennur úr þeim. Enn fremur fundust leggir
úr örmum og fótum, þ. e. lærleggurinn hinn, og þó ekki heill, sköfl-
ungar og sperrileggir, hægri upphandleggur og bæði olnbogabeinin,.
en allir lágu þeir óreglulega í moldinni og var augljóst, að grafið
hafði verið í dysina áður, sennilega fyrir löngu, og öllu rótað. Járn-
drefjar fundust á allmörgum stöðum í henni, en járnmolarnir voru
að mestu leyti gagnbrunnir og uppleystir af ryði. Munu hinir fornu
járnhlutir hafa verið orðnir stökkir sem hol, er farið hefir verið íf
dysina áður, hrokkið sundur og dreifst í moldina. Verður nú ekki.
séð, úr hverju þessir járnmolar eru, en sennilega eru þeir úr vopna-
búnaði manns þess, er hér hefir verið dysjaður; einn virðist kunna
að vera úr sverðfatli; er það lítill hringur með svift á, og sér dúkfar
á henni, í ryðinu; aðrir eru með viðarleifum á og virðast kunna að'
vera úr skildi. Hluturinn, sem gangnamennirnir höfðu fundið, var af-
hentur mér af Stefáni hreppstjóra; það er sproti af ólarenda,2) lík-
lega af sverðfatlinum, klofinn í efri enda, og eru þar leifar af skinni
og 2 smáir naglar í gegnum; lengdin er 5,6, breiddin 1,3 efst og 0,8
neðst, og frammjór vargshaus þar fyrir neðan. Sprotinn er eins beggja
vegna, sléttur, ferhyrntur flötur efst, og er grafinn þar á ferhyrningur,.
hliðar ávalar og sléttar milli ferhyrnda flatarins og vargshaussins,.
og grafin á þær snúra.3) Vargshausinn yzt er með löngum eyrum..
Sprotinn virðist muni vera frá 9. eða 10. öld.
1) Sbr. Rud. Martin, Lehrbuch der Anthropologie, Jena 1914, bls. 950.
2) Svipaður nr. 606 í 0. Rygh, Norske Oldsager.
3) Lík og er á nr. 595 b í O. Rygh, Norske Oldsager.