Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 47
Fornar minjar á Hvalnesi í Lóni. Fyrir 20 árum byggði ég mér timburhús, og þegar ég var að grafa fyrir kjallaranum, þá fann ég í einu horninu beinahrúgu í þröngri gryfju, þrjár álnir niðri í jörðu. Beinin voru mjög hrein, og vel af þeim skafið, og sá ég strax, að þau voru síðan í fornöld, því það var mikið af svínsbeinum og nokkuð af galtartönnum. Ég gaf mér ekki tíma til þess þá að rannsaka þetta nánar, en hugsaði mér að gera það síðar, og skildi nokkuð eftir af beinunum, það sem ekki var fyrir hleðslunni. Svo byggði ég fjós vestan-undir húsinu, og fyrir tveim árum byggði ég hlöðu norður af fjósinu og gróf hana niður á fastan sandgrunn. Varð ég þá þess strax vísari, að ég kom ofan á gamlar byggingar, og var illt að átta sig á þeim í fyrstu. Þó fann ég 1 vegg, sem stóð óhaggaður, rúmar 3 álnir niðri í jörðu, og skólprennu, sem lá frá austri til vesturs. Hún var fet á hæð og breidd, og hellur yfir. Býst við því, að hún liggi suður að læk. Mikið kom þarna upp af brunnum trébútum og kljásteinum af mörgum tegundum. Svo kom ég ofan á lag af hvítri mauk, misjafnlega þykkt, 1—2 þumlungar. Datt mér í hug, að það myndi vera skyr frá fornöld, en allt benti til þess, að þarna hefði bærinn brunnið til kaldra kola. Þessi mauk var að minnsta kosti 3 álnir undir yfirborði jarðar. Svo sá ég greinilega móta fyrir 3 kerum, talsvert víðari en tunnur gerast nú á timum, og hafa þau verið grafin nokkuð niður í fastan sandinn. Neðsta jarðlagið hér undir túninu er fínn ægissandur, en af því að hann er svo mikið járnborinn, þá hefir hann storknað saman, og er nú orðin samstorkin sandklöpp, en þó er hægt að höggva hann upp með öxi. Mér virtist þessi 3 ker, sem ég fann hlöðunni, hafa verið höggvin nokkuð niður i sandklöppina. Hreinsaði ég allt upp úr þessum hringum, og var hvíta maukin lang-þykkust þarna. Hvergi sá ég móta fyrir tunnustöfum í þessum hringum, en neðst á botninum var örþunnt lag af heiðbláum sandi, sem ég held, að sé ekki til í Hvalnesslandi. Lítur út fyrir, að það hafi verið látið til þess að þétta botninn í sandklöppinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.