Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 58
58 Norðan-við hana stendur lágur þursabergshamar upp úr jarðveginum, hinn eini á eynni, og snýr hann mót suðvestri. Uppi yfir honum að norðan-verðu er stór þursabergsklettur, sennilega jarðfastur, og fast við þann klett er annar minni að austan-verðu. Steinar þessir eru nefndir Grettissteinar, og eru munnmæli um, að skáli Grettis hafi verið hér hjá þeim, suðvestan-undir hamrinum. í stærri steininn hefir verið höggvin skál, og var nú vatn í henni; hún er 20 cm. að þverm. efst, nokkurn veginn kringlótt, og 10 cm. að dýpt; en í minni stein- inn hafa verið gerðar 2 skálar, misstórar; vestari skálin er sporöskju- löguð, 18—23 cm. að þverm. og um 8 cm. að dýpt, en hin eystri er um 25 cm. að vídd efst,1) en nú mun vanta ofan-af henni; hún virð- ist hafa verið sporöskjulöguð einnig. Báðar voru þessar skálar nú þurar. Sennilega eru skálarnar fornar, ef til vill frá tíð og veru þeirra Grettis og Illuga, og Þorbjarnar glaums, í eynni. — Suðvestan-undir þursabergshamrinum hjá Grettissteinum kvað Sigurður Sveinsson hafa verið fuglamannakofa í tíð föður síns og á unglingsárum sinum, á þeim sama stað, er munnmælin sögðu, að Grettisskáli hefði verið, eftir þvi sem Sigurður skýrði mér frá. Er þessi staður annar en sá, er Kálund virðist eiga við og honum hefir verið bent á sem skálastæði Grettis. Hann hefir hlotið að sjá tótt þessa veiðimannakofa, er hann kom hingað, og kann að eiga við hana með orðum sínum, en ekki hefir hann heyrt munnmælin, sem Sigurður sagði mér frá, og ekki hefir hann heldur heyrt nafnið á Grettissteinum «ða gefið þeim neinn verulegan gaum. — Nú var engar leifar veiði- mannakofans undir hamrinum að sjá ofanjarðar; að sumu leyti hafa þær horfið fyrir vatni og vindi, að sumu leyti kaffærzt í áfoki, jarð- vegi og grasi, sem var hér nú einkennilega mikið á eynni; — Það var mjúkt og lint, langt í sér og lá allt í legu, svo að ógreiðfært var fyrir þvi um eyna syðst og um hana alla að norðanverða, þar sem hún er breiðust; en um miðbik hennar er uppblásið svæði. Áður en ég færi að rannsaka kofastæðið undir hamrinum, sem mér virtist vera lang-líklegast til að vera hið forna skálastæði Grettis, eins og munnmæli bentu til, þau, er Sigurður kvaðst jafnan- hafa heyrt, áleit ég réttast að gera prófgröft á þeim stað, er Kálund virtist eiga við sem skálastæði Grettis. Fyrst athugaði ég þó dálítið, ferhyrnt tóttarbrot, sem var norðaustan-við Grettissteina. Mun það vera sú kofatótt, sem sumir hafa talið leifar af skála Grettis, eftir því, sem menn, er farið höfðu út í eyna, höfðu áður sagt mér frá. 1) Mag. Guðni Jónsson mældi fyrir mig skálarnar, meðan ég var að fást við rannsók þá undir hamrinum hjá, er brátt skal lýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.