Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 94
Örnefni á Flóa- og Skeiða-mannaafrétti.
Safnað hefir Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.
Nauthaginn (1). Gat ég hans í Örnefnaskrá Gnúpverjahrepps-
afréttar, en hann tilheyrir Flóamannaafrétti. Hann er á austurbakka
vatnsfalls, er heitir Mikla-kvísl (2). Austur-af Nauthaganum er Ólafs-
fell (3); er það áfast við Arnarfellsjökul; ber það nafn af Ólafi Bergs-
syni, fyrrum bónda á Skriðufelli. Fótgangandi komst hann í eltingarleik
við kindur, er stefndu á jökulinn. Norður frá Nauthaga er stór kriki
inn í jökulinn, er heitir Jökulkriki (4); er hann mjög gróðurlítill. Vestan-
við hann rennur Miklakvísl niður-úr Hofsjökli. Vestan Miklukvíslar,
lítið norðar en Nauthaginn, er há alda, er heitir Nautalda (5). Sunnan-
við hana er Nautölduver (6). Norður-af Nautöldu er Söðulfell (7).
Vestan Söðulfells rennur á, er heitir Blauta-kuísl (8). Kemur hún ofan-
úr hálendinu í stórkostlegum gljúfrum, er heita Blautu-kvíslargljúfur (9).
Við suðurenda gljúfursins er Eiríksnýpa (10). Eftir að áin kemur nið-
ur úr gljúfrunum, rennur hún á sléttlendi, er heitir Blautu-kvislar-
eyrar (11). Blauta-kvísl er óstöðug í farvegi sínum; rennur hún stund-
um vestur í Hnífárbotna eða austur í Miklu-kvísl. Nyrzti hluti Hnífár-
botna (12) tilheyrir Flóamannaafrétti. Norðarlega á Fjórðungssandi er
hæð, er heitir Seta (13). Norðan-undir henni er hraun, er kallast Setu-
hraun (14). Nyrzt á Fjórðungssandi er mjög úfið brunahraun; heitir það
Illa-hraun (15). í suðurenda þess er tindur, sem heitir Finnboganaddur
(16). Tindur þessi ber nafn af Finnboga Guðmundssyni í Minni-Más-
tungu. Mun hann fyrstur manna hafa komizt svo langt út í hraun
þetta. Suðurendi hraunsins tilheyrir Flóamannaafrétti. Kisa (17)
(eður Kisá) hefur upptök sín í Kerlingarfjöllum. Neðri-Kisubotnar (18)
eru á Flóamannaafrétti; eru þeir í suðaustur-hlið fjallanna. Suður-úr
Kerlingarfjöllum er hálendisbunga, er heitir Múlar (19). Syðst í þeim er
dalur, sem heitir Krossdalur (20), en einnig er hann nefndur Múla-
dalur (21). Á vesturenda þessa hálendis er hæð, sem nefnist Lamba-
fell (22). Austan-undir fellinu rennur kvísl; heitir hún Lambafellskvisl
(23). Vestan-við fellið er Draugakvísl (24); falla þær saman framan-