Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 117
Örnefni á Austur-Bleiksmýrardal.
Upp af Fnjóskadal (1) liggja afdalir þrír inn í landið. Austast er
Timburualladalur (2), þá Hjaltadalur (3), en vestast Bleiksmýrar-
dalur (4), sem er lengstur og hrikalegastur. Innst í drögum Bleiks-
mýrardals á Fnjóská (5) upptök sín, en er þó oftast nefnd Bleiks-
mýrardalsá (6), unz hún kemur saman við Bakká (7), en það er ekki
fyr en norður á móti Reykjum (8), sem er innsti bær á vesturkjálka
Fnjóskadals. Tvær litlar ár koma sín úr hvorum eystri afdalanna og
eru kenndar við þá. Kambfellshnjúkur (9) heitir öxlin, sem skilur
þá dali, og koma árnar þar saman við eyrarodda og heita þá sam-
eiginlega Bakká, en það er nokkrum spöl sunnan við Sörlastaði (10),
sem er innsti bær á austurkjálka Fnjóskadals. Bakká rennur síðan
all-langa leið, unz hún rennur saman við Bleiksmýrardalsána, eins
og áður er sagt. í Tungunni (11), sem myndast milli Bakkár og
Bleiksmýrardalsár, standa tveir bæir; Tunga (12) er vestan-undir
Tungu-öxl (13), sem skilur Bleiksmýrardal frá hinum dölunum, en
það er nokkuð sunnar en Reykir; Snæbjarnarstaðir (14) standa austan
við Tunguaxlarfjall (15) og all-langt suður með því, eða beint á
móti Sörlastöðum. Tungan sjálf er afar-víðlendur og hrjóstrugur fjall-
drapamói, og heitir nyrsti oddinn Sporður (16), eða Tungu-Sporður
(17) . Tilheyrir allt það flæmi jörðinni Tungu, sem einnig á land
mikið inn eftir Bleiksmýrardalnum, allt að svo-nefndum Hamarslœk
(18) .
Um allt þetta afdalasvæði úir og grúir af örnefnum, sem fróð-
legt væri að skrásetja. Vil ég freista að gefa hér svo nákvæmt
yfirlit, sem mér er unnt, um örnefni og Iandslag á þeim hluta þessa
svæðis, sem mér er kunnastur, en það er Austur-Bleiksmýrardalur
(19). Þó að hér sé ekki nema um einn dal að ræða, er oftast í dag-
legu tali nefndur bæði Austur-Bleiksmýrardalur og Vestur-Bleiks-
mýrardalur (20), sem þýðir austur- og vesturkjálki Bleiksmýrardals.
Innstu drög Bleiksmýrardals er gróðurlaust verpi, meö fremur
lágum melhálsum aðliggjandi, sem þó hækkar, er neðar kemur í drögin.
Þarna seytlar Bleiksmýrardalsáin upp á milli steinanna, og er þegar