Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 76
Arnarbæli.
í árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1925—1926 er ritgerð eftir
Andrés H. Grímólfsson, fyrrum hreppstjóra í Dagverðarnesi, um ör-
nefni þar í landi; er þar mörgu vel og rétt lýst, enda ólst Andrés sál.
upp í Dagverðarnesi og var þar meiri hluta ævi sinnar, og því þar
allra manna kunnugastur. En þar sem Arnarbæli er á sama nesinu,
sem Dagverðarnes stendur á, vantar tilfinnanlega í ritgerð þessa
lýsingu og upptalningu örnefna i Arnarbælislandi, þar sem lönd þessi
liggja saman.
Þetta nes, sem Dagverðarnes stendur á að vestan, en Arnarbæli
að austan, liggur suður frá Klofningsfjallinu, sem Andrés lýsir í þessari
ritgerð sinni. Mestur hluti þess er flatlendir forarflóar með klettaborg-
um og grjótásum á milli. Borgirnar eru flestar gróðurlausar, en ás-
arnir eru víða vaxnir smávöxnum skógi og flóajaðrarnir smávöxnu
hrísi og fjalldrapa. Að öðru leyti er víðast hvar á flóunum lélegur
gróður, — mýrafinnungur, snjógras og horblaka, — enda eru flóarnir mjög
blautir, og sumstaðar svo mikil foræði, að alls ekki er fært gangandi
manni. Hér og þar eru forartjarnir, sem miklar hættur eru í fyrir
sauðfénað; af þeim er mest í Dagverðarnessels-landi, sem er utanvert
á nesinu, skammt fyrir neðan Kvennahólsvog. — Allt þetta nes
myndast af vogum, sem skerast upp í landið, að austan og vestan
við það, og stefna að Klofningsfjallinu; er all-skammt að fjallinu frá
botnum þeirra. Að austaverðu er svo-nefndur Kjarlaksstaðavogur,
en að vestan Langeyjavogarnir, og svo innst Kvennahólsvogur, sem
er framhald af Langeyjavogunum. Á milli þessara vogsbotna — Kjarlaks-
staða- og Kvennahóls-voga — er rösklega 3000 metra vegarlengd. Kjar-
laksstaða- og Kvennahóls-vogar verða þurrir, þá er rúmlega er hálf-fall-
inn út sjór, en Langeyjavogarnir þorna ekki lengra en fram á móts við
Efri-Langey.
Suður-af þessu nesi er meiri hluti allra Breiðafjarðareyja sunnan
Klofningsfjalls. Liggja þær þvert yfir Hvammsfjörð og lykja, til að
sjá, mynni hans. Að norðanverðu fjarðarins er innst Deildarey, ásamt
Líney, Hrúthólma og flögum, sem þeim tilheyra, og þær eyjar liggja