Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 8
8
undir sig lönd öll fyrir austan Rangá ina eystri og Vatnsfell, til
lækjar þess, er fellur fyrir utan Breiðabólstað (nú Flókastaðaá), og
fyrir ofan Þverá, allt nema Dufþaksholt og Mýrina (=mýrina; ekki
bær?), það gaf hann þeim manni, er Dufþakur hét«. (Landn., bls. 11).
Þetta var árið 878, en ári fyr nam hann að Hrafntóftum.
2. Hrólfur rauðskeggur mun vera annar landnámsmaður á
Rangárvöllum, af þeim, sem Landnáma nefnir. »Hann nam Hólms-
lönd öll milli Fiskár og Rangár og bjó að Fossi«. (Landn., bls. 15).
Hér mun ekki átt við bæínn Foss, sem er vestan Rangár og ekki í
Hólmslandi, heldur hinn háa foss í Fiská (Leifðafoss) við túnið norð-
austan-við bæinn á Rauðnefsstöðum, og þar bjó sonur hans, Þor-
steinn rauðnefur, síðar. Þetta landnám mun hafa verið um 890 eða
svo, líklega fyrir 900; verður þó ekki ljóst ákveðið. — Þóra, dóttir
Hrólfs, átti »ágætismanninn« Þorstein Ingólfsson Arnarsonar. Hann
var allsherjargoði um 900—940; d. 950, sonur þeirra var Þorkell
máni, lögsögum. 15 ár; d. 985. Önnur dóttir Hrólfs — systir Þor-
steins — var Helga, er átti Helga hrogn, er var sonur Ketils aurriða,
landnámsmanns á Völlum ytri. Þriðja dóttir Hrólfs var Ása; hún var
amma Þorgeirs á Ljósavatni, er dó 1002.
3. Flosa Þorbjarnarson hins gaulverska ætla ég hinn þriðja
landnámsmann á Rangárvöllum eystri, af þeim, sem Landn. nefnir.
»Hann nam land fyrir austan Rangá, alla Rangárvöllu ina eystri«.
(Landn., bls. 18). Flosi mun hafa komið út um 920 eða svo, Ijósast
nokkuð fyrir 930, því hann flýði land fyrir Haraldi hárfagra, sem
ríkti 50 ár til 930. Flosi var bróðir Oddnýjar, sem átti Orm Fróða-
son, en Ormur var bróðir Hallveigar, er átti Ingólfur Arnarson og út
kom 25 ára 874 (f. 850). Sonur þeirra Orms og Oddnýjar var Loftur
gamli (Landn., 19—20), landnámsmaður í Gaulverjabæ, sem ungur
kom út (og er enn á lífi 973). Önnur systir Flosa var Þuríður, er átti
Jörund goða, landnámsmann á Svertingsstöðum vestan Markarfljóts;
hann var uppi 940, og enn á lífi 969; hann var Hrafnsson hins
heimska, landnámsmanns á Rauðafelli undir Eyjafjöllum; dáinn fyrir
950. FIosi átti Þórdísi miklu Þorgeirsdóttur Gunnsteinssonar ber-
serkjabana (Landn., 18—19); Gunnsteinn er talinn langafi langafa
Ingjalds á Keldum, þ. e. Ingjaldur 6. maður frá honum, í Njálu, k.
116, bls. 272, en móðir Þórdísar var Þórunn auðga, systir Eilifs,
langafa Hjalta Skeggjasonar, dóttir Ketils einhenta, landnámsmanns á
Á á Rangárvöllum ytri (Landi), en kona Ketils, Ásleif, var sonar-
dóttir Þorsteins lunans, sem í elli sinni nam Lunansholt. Afdráttar-
laust er sagt, að Flosi hafi búið á Rangárvöllum eystri. Það er
tekið fram, bæði í 20. og 21. kap. (bls. 17—18), því enginn maður