Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 100
Ornefni á afrétti Hrunamannahrepps.
Það virðist vera að vakna talsverður áhugi nú á tímum fyrir því
að skrifa upp örnefni, bæði í byggðum og afréttum hér um slóðir,
svo að hin gömlu örnefni glatist ekki. í sumar, er leið, var ég beðinn
að skrifa upp örnefni á afrétti Hrunamannahrepps, og koma þau hér
fyrir almennings sjónir.
Þegar komið er inn úr austasta hliði á girðingu þeirri, sem að-
skilur afrétt og byggðalönd í Hrunamannahreppi, þá verður bráðum
fyrir manni Heiðará (1). Hún kemur upp í Heiðarárdrögum (2). Þau
eru norðan-undir Laxárkletti og austan-við Stóra-vers-öldu (3). Það-
an rennur Heiðará austur í Leirá (4), sem þá kemur beint innan-úr
Frægðarveri (5). Innan-við það er Frægðarversalda (6). Upptök Leirár
eru í vatni eða leirum norðvestan-undir Blákolli (7). Skammt neðar
en Heiðará kemur í Leirá, er Fjallmannavað (8). Þar er Leirártunga
(9) á milli Leirár og Laxár (Stóru-) (10) og Leirártungusporður (11)
fremst á oddanum. Efst á tungunni ofan-við Laxá er Fjallmannaklett-
ur (12), og austan-undir honum Fjallmannagil (13), og þar skammt
austar er Brennivínsgil (14). Er sagt að fjallmenn hafi einhvern tíma
blandað þar á ferðapelann til að drýja mjöðinn. Þá kemur Stóra-
Laxá úr suðaustri, frá því er Særingsdalskvíslin (15) kemur í hana.
Kvísl sú kemur innan-frá Blákolli, austan-undir Geldingafelli (16).
Innsti hnúkurinn á því heitir Frægðarvershnúkur (17). Norðan-við
hann kemur Leirá vestur-af. Sunnan-við hnúk þennan er Gljúfursgil
(18) í slakka á fellinu. Það og fleiri gil renna vestur-af fellinu í Leirá.
Suðvestan-í Fremstahnúk (19) á Geldingafelli myndast nokkur smá-
gil/sem renna um mosaflóa og mýrarver niður-í Stóru-Laxá.
Austan-við Særingsdalskvíslina, sem fyr er nefnd, þar sem hún
kemur í Laxá, er Geldindatangi (20). Þar er fyrsti tjaldstaður fjall-
manna í suðurleit. Sumir nefna líka svo tanga vestan-við kvíslina, allt
að Fjallmannagili. Á móts við austurhornið á Geldingatanga kemur
Svartá í Stóru-Laxá austan-af afrétti Flóamanna. Og úr því kemur
Laxá beint innan-frá Digru-öldu (21). Austan megin Særingsdalskvísl-
ar renna í Laxá nokkur gil, sem ekki eru nafngreind, en næst Digru-