Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 49
Tvö Grettisbæli. Meðal merkustu minja frá fornöld vorri má efalaust telja þá staði, þar sem Grettir Ásmundarson dvaldi i útlegð, og þau verks um merki, sem þar er að finna og sem jafnvel eru hans eigin handaverk. Grettir, allur hans ytri og innri maður og öll hans ævi, en þó einkum hans raunalegu útlegðarár, er allt svo grípandi og mikilfenglegt umhugs- unarefni, að flestu öðru tekur fram. Og þegar menn eru staddir á þeim stöðum, þar sem hann hafðist við, og renna huga sínum til þessa líkamlega og andlega afarmennis, komast menn vart hjá því að verða fyrir sterkum áhrifum, — og um leið eins konar sársauka- blandinni ánægju af að hafa fyrir augum sér hið sama, sem hann átti við að búa og er jafnvel enn svo nátengt honum, að heita má, að það sé með ummerkjunum eptir átök hans, svo sem sérstaklega skýli hans í Öxarnúpi (sbr. Árb. 1914). Árbók félagsins hefir áður flutt greinar um Grettisbæli á nokkr- um stöðum, sjá registrin; en um þau tvö þeirra, sem eru einna merk- ust og munu vera, annað sennilega hið fyrsta og hitt áreiðanlega hið síðasta, hefir næsta lítið verið fengizt, enda eru þau á afskekkt- um stöðum. í Grettissögu, útg. R. C. Boers frá 1900, segir frá því í 54. kap. (bls. 195), að Grettir hafi lagzt út á Kili næsta sumarið eptir að hann var gerður sekur, »ok hafðiz þar við um sumarit lengi«. En eins og útgefandinn benti á, fær það varla staðizt. Grettir var það sum- ar vestra, í Vatnsfirði m. a.; það var sumarið 1017, telur Boer. Næsta sumar, 1018, leitaði Grettir ráða hjá sjálfum lögsögumanninum, Skapta Þóroddssyni á Hjalla. »Ek vil«, sagði Skapti, »at þú leitir þangat nokkur, at þú þyrftir eigi að leggjaz á fé manna«. Grettir fór þaðan upp í Borgarfjörð og fann Grím Þórhallsson, vin sinn; Grímur var bróðir Gamla á Melum, sem var kvæntur Rannveigu, systur Grettis. »Grímur bað hann fara norður til Fiskivatna á Arnarvatnsheiði, ok svá gerði hann«. Síðan segir í sögunni, 55.—57. kap., frá veru Grettis á heiðinni; var hann þar full 3 ár (1018—21). Segir í upphafi 55. kap.: »Grettir fór upp á Arnarvatnsheiði ok gerði sér þar skála, sem enn 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.