Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 81
81
heldur sem komið er vestan írá Langeyjum eða Langeyjavogum;
er þá farið inn svo-nefndan Skálastraum, sem er á milli Skáleyjar og
Purkeyjar; eða komið er frá Stykkishólmi og farið fyrir sunnan
Hrappsey og Purkey (áður Svíney). Nú er sagt, að Auður hafi komið
frá Bjarnarhöfn; eru þá meiri líkur til, að hún hafi farið fyrir sunnan
Hrappsey, inn straumana fyrir sunnan Purkey, annaðhvort Knararbrjót
eða Sölfastraum, og inn í Litla-Dagverðarnes og matast þar. En hvar
sem Auður og lið hennar hefir etið dagverðinn, er víst, að það hefir
hvergi verið þar nálægt, sem Dagverðarness-bærinn stendur, heldur
einhvers staðar í þessu nesi, sem Dagverðarnes og Arnarbæli standa
á. Er mjög sennilegt, að nesið hafi þá allt verið kallað Dagverðarnes.
Arnarbælisbærinn (1) stendur sunnan undir hárri klettaborg, sem
heitir Bæjarborgin (2) og öll er gróðurlaus. Túnið (3) er með-fram
borginni að sunnan, langt en mjótt; liggur það frá norðaustri til
suðvesturs. Bæjarborgin takmarkar það að norðan, en mýri að nokkru
leyti að sunnan, og vesturhorn Arnarbælisvogsins ytri enda þess.
Fyrir neðan — sunnan — mýrina er gömul rúst, sem heitir Arnar-
bælis-kot (4). Móarnir í kringum rústina eru gott túnefni, enda mun
þar hafa verið tún til forna. Fyrir sunnan móa þessa eru Arnarbælis-
vogsbakkarnir (5). Vestast á þeim er Skipatanginn (6). Norðvestan-við
Skipatangann er báta-uppsátrið í Arnarbæli, og aðallendingin, þá er
hátt er sjávað. Arnarbælisvogurinn (7) þornar allur, þá er sjór er
hálffallinn út, fram á móts við Litla-Dagverðarnes (8); mun það vera
um V4 úr mílu að vegarlengd.
Arnarbælisbærinn stendur hér um bil á miðju túninu. Hann var
byggður 1894; er torfbær, all-hressilegur. Til byggingarinnar var vel
vandað að öllu efni og smíði. Fyrir austan bæinn er heyhlaða, fjós
og hesthús, sem allt er byggt úr torfi og grjóti, og byggt um líkt
leyti og bærinn, og hefir lítið verið endurbætt síðan. Fyrir ofan
bæinn er stór kálgarður (9), sem Bogi Smith lét byggja. Hann bjó
þar á árunum frá 1874 — 1886, að hann drukknaði 4. maí, ásamt
tveimur sonum sínum, í svo nefndri Röst, sem er breitt sund á milli
Kjóeyja að sunnan, er tilheyra Skógarstrandarhreppi i Snæfellsnes-
sýslu, og Arnarbæliseyja að norðan; er talið víst, að reka-ís hafi
grandað bátnum, því að lagnaðarís var mikill á Hvammsfirði þann
vetur og fram á vor, eins og öll þau ár, sem öll voru harðindaár.
Bogi sál. var örendur, þá er hann náðist, enda þó að hann væri
vel syndur. Hann hafði bundið sig með bátsfestinni við bátinn, en
synir hans náðust ekki. Bogi sál. var jarðaður á Staðarfelli, og er
minnisvarði yfir honum þar í kirkjugarðinum.
Vegur liggur í gegnum endilangt túnið í Arnarbæli, því að veg
6