Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 81
81 heldur sem komið er vestan írá Langeyjum eða Langeyjavogum; er þá farið inn svo-nefndan Skálastraum, sem er á milli Skáleyjar og Purkeyjar; eða komið er frá Stykkishólmi og farið fyrir sunnan Hrappsey og Purkey (áður Svíney). Nú er sagt, að Auður hafi komið frá Bjarnarhöfn; eru þá meiri líkur til, að hún hafi farið fyrir sunnan Hrappsey, inn straumana fyrir sunnan Purkey, annaðhvort Knararbrjót eða Sölfastraum, og inn í Litla-Dagverðarnes og matast þar. En hvar sem Auður og lið hennar hefir etið dagverðinn, er víst, að það hefir hvergi verið þar nálægt, sem Dagverðarness-bærinn stendur, heldur einhvers staðar í þessu nesi, sem Dagverðarnes og Arnarbæli standa á. Er mjög sennilegt, að nesið hafi þá allt verið kallað Dagverðarnes. Arnarbælisbærinn (1) stendur sunnan undir hárri klettaborg, sem heitir Bæjarborgin (2) og öll er gróðurlaus. Túnið (3) er með-fram borginni að sunnan, langt en mjótt; liggur það frá norðaustri til suðvesturs. Bæjarborgin takmarkar það að norðan, en mýri að nokkru leyti að sunnan, og vesturhorn Arnarbælisvogsins ytri enda þess. Fyrir neðan — sunnan — mýrina er gömul rúst, sem heitir Arnar- bælis-kot (4). Móarnir í kringum rústina eru gott túnefni, enda mun þar hafa verið tún til forna. Fyrir sunnan móa þessa eru Arnarbælis- vogsbakkarnir (5). Vestast á þeim er Skipatanginn (6). Norðvestan-við Skipatangann er báta-uppsátrið í Arnarbæli, og aðallendingin, þá er hátt er sjávað. Arnarbælisvogurinn (7) þornar allur, þá er sjór er hálffallinn út, fram á móts við Litla-Dagverðarnes (8); mun það vera um V4 úr mílu að vegarlengd. Arnarbælisbærinn stendur hér um bil á miðju túninu. Hann var byggður 1894; er torfbær, all-hressilegur. Til byggingarinnar var vel vandað að öllu efni og smíði. Fyrir austan bæinn er heyhlaða, fjós og hesthús, sem allt er byggt úr torfi og grjóti, og byggt um líkt leyti og bærinn, og hefir lítið verið endurbætt síðan. Fyrir ofan bæinn er stór kálgarður (9), sem Bogi Smith lét byggja. Hann bjó þar á árunum frá 1874 — 1886, að hann drukknaði 4. maí, ásamt tveimur sonum sínum, í svo nefndri Röst, sem er breitt sund á milli Kjóeyja að sunnan, er tilheyra Skógarstrandarhreppi i Snæfellsnes- sýslu, og Arnarbæliseyja að norðan; er talið víst, að reka-ís hafi grandað bátnum, því að lagnaðarís var mikill á Hvammsfirði þann vetur og fram á vor, eins og öll þau ár, sem öll voru harðindaár. Bogi sál. var örendur, þá er hann náðist, enda þó að hann væri vel syndur. Hann hafði bundið sig með bátsfestinni við bátinn, en synir hans náðust ekki. Bogi sál. var jarðaður á Staðarfelli, og er minnisvarði yfir honum þar í kirkjugarðinum. Vegur liggur í gegnum endilangt túnið í Arnarbæli, því að veg 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.