Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 83
83 mun hún þá hafa gilt eina vætt á landsvísu. Um langt skeið hefir ábúandi Arnarbælis greitt presti 4,00 kr. árlega í svo-nefndan bæn- hússtoll. Fyrir utan túnið í Arnarbæli er mýri, sem Kvíaholtsmýri heitir (19). Fyrir norðan mýrina, rétt við vesturhorn Bæjarborgarinnar, er hóll, sem Kiðhóll heitir (20). Á hól þessum hafði lengi staðið kofi, sem kiðfé var hýst í. Siðan kofi þessi lagðist í auðn, munu vera um 60 ár, og janfnlangur tími síðan kiðfé hefir verið ræktað í Arnarbæli. Fyrir sunnan Kvíaholtsmýrina er holt, sem Kvíaholt heitir (21); mun holtið hafa fengið nafnið af kvíum, sem eru á holtinu og ær voru nytkaðar í á sumrum. Á hverjum bæ voru til kvíar, því að al- staðar, undantekningarlaust, var fært frá (lömbin tekin frá ánum) fram til 1900. Eftir þann tíma fóru ýmsir að hætta að færa frá, og mun það að mestu hafa stafað af því, að erfiðara varð með ári hverju að fá góða smala og dyggar og vandvirkar mjaltakonur til að mjólka ærnar. Síðan hafa kvíarnar víðast hvar eyðilagzt, og sést aðeins fyrir þeim á sumum stöðum. — Kvíaholtið er allstórt um sig. Suður-af því er Músarnesið (22), sem gengur suðaustur fram í Arnarbælis- voginn. Að vestan myndar þetta nes Rifjavogurinn (23), sem gengur í norðvestur úr Arnarbælisvognum; nær þessi vogur alla leið upp undir Húsaholtið (24). Tvö grjótrif eru yfir voginn. Eftir fremra grjót- rifinu er vanalega gengið, þá er frarið er fram í Litla-Dagverðarnes og lágsjávað er. Leirbleyta er í vognum, og því ekki hægt að komast yfir hann, nema á þessu rifi, þótt um fjöru sé. í Rifjavoginn falla 2 smálækir, Flæðilækurinn (25), sem hefir upptök sín í flóanum fyrir utan Húsaholtið og fellur í botn Rifjavogsins, og svo-nefnd Húsa- kelda (26), sem er fyrir utan Kvíaholtið og hefir upptök sín í Bæjar- borgarflóanum (27), sem er á milli Bæjarborgarinnar og Húsaborgar- innar (28). Kelda þessi er illfær yfirferðar, vegna leirs, sem í henni er. Fyrir utan Húsakelduna er stórt holt, sem heitir Húsaholt (29). Neðst og utast á því er hár hóll, sem heitir Rifjavogshóll (30). Fyrir ofan og utan Húsaholtið eru Arnarbælis-fjárhúsin (31); standa þau undir hárri klettaborg, sem heitir Húsaborg (sjá 28) og er með nokkrum skógargröðri. Á þessum stað hafa fjárhúsin í Arnarbæli staðið í fleiri mannsaldra. í kringum fjárhúsin er tún (Fjárhúsatúnið, 32) sem mun vera um 2 dagsláttur að stærð. Eftir að það tún var girt, fékkst af því fullkomið kýrfóður af töðu. Fyrir utan Fjárhúsatúnið er Húsamýrin (33), og fyrir utan hana eru Húsaásarnir (34), sem eru lág holt með smá-hrísrunnum, en gróðurlaus á milli. Fyrir ofan Húsaásana er flói, sem heitir Húsaborgarflói (35); liggur hann frá 6*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.