Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 57
57
siðan á (mæni)ásinn, þar til er hann brast i sundur, og síðan hafi
þeir hlaupið ofan í tóttina.
Kálund fór út í Drangey 1874, skömmu áður en hann fór um
Arnarvatnsheiði (30. Ágúst?). Hann lýsir eynni og segir greinilega
frá ýmsu þar. Honum hefir verið bent á, hvar skáli Grettis hafi verið:
»Syd til i Öen, adskilt fra Hæringslöb (sem er á suðurodda eyjarinn-
ar) ved en — — dalsænkning, er pá vestsiden af Öen en hövde,
hvor tomterne af Grettis bolig (Grettisskáli) pávises; der ses resterne
af en lille bygning, nu dog til dels ödelagt af en her opfört kreds-
rund fárefold. Stedet, hvor öen i ældre tid antages at være bestegen,
er netop her ud for. Desuden findes pá öen et par andre tomter,
der skrive sig fra fuglefangerne, der hvert forár gæste öen«,
Eins og ég tók fram hér að framan, fór ég út í Drangey sumarið
1934. Stóð för mín í sambandi við útgáfu Fornritafélagsins af Grettissögu,
og fór ég þessa ferð þá fyrir tilmæli útgáfustjórans, drs. Sig. Nordals,
prófessors, og var útbúandi útgáfnnnar, mag. Guðni Jónsson með
mér. Árni Óla, blaðamaður við Morgunblaðið, fór frá Reykjavík nokkru
á undan okkur Guðna, beið okkar á Sauðárkróki og fékk þar menn
til að fara með okkur út í eyna, er við kæmum og vel stæði á. En
útgefendur Morgunblaðsins kostuðu för okkar og birtu síðan í Les-
bók Morgunblaðsins, IX., nr. 35, frásögn mag. Guðna um hana, og í
næsta nr. aðra ritgjörð um Drangey, eptir Árna Óla, er einnig tók
þátt í förinni út í eyna. — Ég ók til Blönduóss 17. Ág. og næsta
morgun þaðan til Sauðárkróks. Hálfri stundu fyrir hádegi lögðum
við af stað þaðan. Fylgdarmenn okkar voru þeir feðgar, Sigurður
Sveinsson í Hólakoti á Reykjaströnd og synir hans, Bjarni og Sig-
mundur; fórum við í vélbát þeirra. Gekk ferðin öll greiðlega og slysa-
laust, fyrir ágæta aðstoð þeirra feðga. Eru þeir bjargmenn góðir, vanir
Drangeyjar-ferðum og mjög kunnugir eynni, þvi að þeir hafa haft á
leigu afnot hennar lengi. Uppgöngu á eyna er hagað enn á líkan
hátt og Kálund lýsir henni. Þóttu mér efri skriðurnar örðugar að fara
um; er það svæði að miklu leyti brött bergbrekka, sem ganga verður
á ská, og hamarinn upp-af henni allhár og þverhnýptur, og komst
ég hvorugt hjálparlaust, enda eru hér járnfestar til að styðjast við og
handstyrkja sig upp á. Er upp var komið, gengum við þegar suður
á eyna, þangað sem kofarnir voru, er Kálund getur um. Voru þar nú
engir kofar og mjög óglögg verks um merki. Hin grasi-vaxna dæld,
er Kálund getur um, að sé sunnan-til á eynni, og að vestanverðu á
henni þar, milli Hæringshlaups og höfðans, þar sem honum var sagt,
að Grettisskáli hefði verið, hefir lengi verið kölluð og heitir enn i
dag Kofabrekka, kvað Sigurður. Henni hallar mót vestri brúna á milli.