Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 7
Athugasemdir um landnám
á Rangárvöllum og í Fljótshlíð.
Með drögum til timatals.
A. Rangárvellir.
Sem eðlilegt er, munu finnast skekkjur og ósamhljóðan í hinum
miklu, víðtæku og merkilegu ritum íslendinga hinna fornu — svo er
á öllum tímum —, skekkjur, sem munu þurfa leiðréttinga, og er
ekki nema gott um að segja, að gerðar sé, þar sem rök finnast til.
Að breyta skýlausum orðum, er hinn mesti vandi, nema við fyllstu
rök sé. Á þetta reynir mjög við væntanlega útgáfu hverrar sögu, og
sömuleiðis Landnámu. Þar má engu hnoða saman — nema hliðstætt
eða neðanmáls sé —, sem ruglar hinar fornu, og oftast fyllstu, heim-
ildir svo, að ókunnugum sé engan veginn unnt að moða hið bezta úr
þeim. Hvað hina merkilegu Landnámu snertir, mun viðurkennt, að
ekki séu nefndir allir þeir landnámsmenn eða landnemar, sem byggðu
bæi í annara landnámi, og er það sízt láandi. Ekki er hennar sök,
þó nöfn hafi týnzt eða breyzt, svo sem dæmi finnast til. Ýmsir
menn og atburðir eru og taldir, sem erfitt er að færa til ártals.
Að því er snertir landnám Rangvellinga, virðist höfundur Land-
námu fara vonum nærri um landnám, með tilliti til þess, að búast
má við, að hann hafi ekki búið nálægt þeim stöðum, né haft full-
komnar heimildir eða verið gagn-kunnugur. Þó er sem Landnáma
beri þess ljósan vott víðast hvar, að kunnugleiki og vandvirkni hafi
setið í fyrirrúmi, það sem hún nær.
Hér verður nú ekki farið, nema lítið eitt út í þetta, enda er það
vandasamt mál.
1. »Ketill (Hængur) nam öll lönd á milli Þjórsár og Markar-
fljóts — (á milli fjalls og fjöru, Egilssaga, bls. 59); þar námu siðan
margir göfugir menn í landnámi Ketils með hans ráði. Ketill eign-
aði sér einkum land milli Rangár og Hróarslækjar (Varmadalslækjar),
allt fyrir norðan Reyðarvatn, og bjó að Hofi---------. Hængur hafði