Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 54
54
bar á vatnit, ok sprettr hann upp skjótt«. Segir síðan frá viðureign
peirra. í Þórðar sögu hreðu, segir á líkan hátt frá, líklega eptir Lax-
dælasögu, en Tvídægra er ekki nefnd í Þórðarsögu, heldur sett orð-
ið »heiðum« í staðinn, og mun það eiga að vera eins konar lagfæring.
Tvídægra er vestan-við Arnarvatnsheiði; en vera má, að Arnarvatns-
heiði hafi fyrrum verið hluti af Tvídægru, — Tvídægra kallazt þá ef
til vill, allur heiðaflákinn á milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu. —
Um nokkurn verulegan lækjarós mun varla að ræða hjá Grettistótt-
um, og því að eins gat borið á vatnið skugga manns, er gekk frá
þeim fram að því, að lítið væri þá liðið dags. En hvað sem
nú segja má um það hvort-tveggja, er sennilegt, að það sé rétt
í Grettissögu, að Grímur frá Kroppi og Grettir hafi báðir verið í
sama staðnum. — Að hér eru fleiri en ein tótt, kann einnig að
standa í sambandi við það. — En hitt mun ólíklegra, að Grímur frá
Kroppi hafi verið við Arnarvatn siðar en Grettir, eins og segir í
Grettissögu. Hefir Guðbrandur Vigfússon bent á það í ritgerð sinni,
»Um tímatal í íslendinga sögum«, í Safni til sögu íslands, I., 481, að
viðureign þeirra Þorkels Eyólfssonar og Gríms á Arnarvatnsheiði
muni hafa orðið mörgum árum fyr en Grettir var þar; eftir Laxdæla-
sögu virðist það hafa verið sumarið áður en Þorkell kvæntist Guð-
rúnu Ósvífursdóttur, en það mun hann hafa gert 1007; Gellir sonur
þeirra mun fæddur 1008. — Eptir því ætti Grettir að hafa lagzt út
á Arnarvatnsheiði 12 árum eptir að Grímur frá Kroppi fór þaðan. —
Grímur Þórhallsson hefir að sjálfsögðu þekkt nafna sinn frá Kroppi
og vitað allt um vist hans og hagi við Arnarvatn. Er ekki ólíklegt,
að það hafi ráðið all-miklu um, að hann bað Gretti »fara norðr til
Fiskivatna á Arnarvatnsheiði«, og að »svá gerði hann«.
Er Grettir sá reið hinna mörgu manna og gekk til vígis síns i
hamraskarðið, eins og áður var getið hér, var það aðal-fjandmaður
hans, Þórir Skeggjason frá Garði í Aðaldal, sem var að ríða heim norð-
ur frá alþingi »ok hafði nær átta tigu manna ok ætlaði at fara at
taka Gretti af lífi«. En það varð Iítið úr, og varð Þórir frá að hverfa.
»Hafði Þórir látit átján menn, en margir sárir«.
Kristleifur segir í grein sinni, að menn hafi hugsað sér, að orust-
an hafi staðið við Grettishöfða, en um það sé ekkert unnt að full-
yrða. »Meiri líkur sýnast til þess«, segir hann enn fremur, »að sú
orusta hafi verið á Svartarhæð, sunnan megin við vatnið, gegnt
Grettisskála. Þar á holti einu eru dysjar á víð og dreif, með stuttu
millibili. Dysjarnar eru níu alls, sem ég hefi talið þar. Varla er það
að efa, að þar séu vopnbitnir menn heygðir«.
Svarta-hæð er aðallega vestan vatnsins, gegn Grettistóttum; er