Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 95
95
undir fellinu. Tunga sú, er þar myndast, er Lambafellssporður (25).
Eftir að kvíslarnar falla saman, renna þær til útsuðurs, og heitir áin
þá Fellakvisl (26); fellur hún í Dalsá. Þar sem Kisa beygir til land-
suðurs frá Múlunum, eru þrjár vörður; heita þær Þrivörður (27). Austur-
frá vörðunum er Digralda (28). Framan-undir henni er Digrölduver
(29). í landsuður af Digröldu er Kisuhraun (30). Undan Kisuhrauni koma
lækir, er renna saman í eitt. Hefur Mikli-lækur eystri þar upptök sín, er
nefnast einu nafni Eystri-botnar (31). Suðvestur frá Eystri-botnum eru
önnur upptök Mikla-lækjar, er heita Vestri-botnar eða Neðri-botnar (32);
eru þeir norðan-undir stórri grjótöldu, er heitir Flóamannaalda (33).
Nær hún fram-undir Dalsá. Þar sem Fellakvísl fellur í Dalsá, myndast
tunga; heitir hún Örœfatunga (34). Vestur-frá Öræfatungu er hátt fjall, er
heitir Rjúpnafell (35). Norðan-við það rennur kvísl; heitir hún Rjúpna-
fellskvísl (36). Samhliða Eystra-Rjúpnafelli er Vestra-Rjúpnafell (37).
Margir lækir hafa upptök sín framan- og austan-undir Eystra-Rjúpnafelli;.
mynda þeir vatnsfall, er heitir Dalsá (38). En lækjadrögin heita einu
nafni Dalsárdrög (39). Framan-undir Vestra-Rjúpnafelli er Grœnavatn
(40). Ekkert afrennsli er úr því, nema í miklum snjóleysingum. Græna-
vatn er grunnt; þornar það alveg upp í þurkasumrum. Framan-undir
þessum fellum er mikið af lækjum og lindum; eru þeir upptök Stóru-
Laxár (41). En lækirnir eru nefndir Laxárdrög (42.) Mjög innarlega á
austurbakka Stóru-Laxár er tjaldstaður Flóamanna í fjall-leitum; heitir
hann Sultarfit (43). Suður- og austur-af Sultarfit er hálendi mikið;
heitir það einu nafni Fitjarásar (44). Útsuður-frá Sultarfit er Kongsás
(45). Fram ás þennan fer gangnaforingi vesturleitar á Flóamannaafrétti.
Suður-frá ás þessum er gróðurlaust bleytuver; þar eru upptök Svart-
ár (46). Við vaðið á Svartá er Svartárver (47). Svartá rennur vestur í
Stóru-Laxá. Tangi sá, sem þær mynda, er þær falla saman, heitir
Krókur (48). Vestan-við mynni Svartár er Tangaver (49). Vestan-við
það er hátt fell, sem heitir Geldingafell (50). Fram-af því er Eiríkshnúk-
ur (51). Vestan-undir þessum hæðum eru ljótar urðardyngjur; heita
þær Hriflur (52). Þaðan frá og vestur að Stóru-Laxá heitir Tangi (53).
Á Tanganum er Tangás (54). Framan-við Tangann er Kamburinn (55).
Vestan-við hann rennur Stóra-Laxá í mjög stórhrikalegu gljúfri; nefn-
ist það Laxárgljúfur (56). Innri endi gljúfursins heitir Svarta-gljúfur (57);
er hálfrökkur ofan í því, svo er það þröngt og djúpt. Við suður-
enda Svarta-gljúfurs er Brandsból (58). Þrjú gljúfragil falla í Laxár-
gljúfur; þau heita Brandsgil (59), Uppgöngugil (60), — hjá því eru Jól-
geirsstaðir (61)—,og Rla-gil(62). Austan-við Kambinn er stórt gljúfragil;
heitir það líka Rla-gil (63). Upptök þess eru í Rla-veri (64). Austan-við
það er Rla-gilstangi (65). Norðaustur frá Tanganum er Stórás (66).