Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 120
120
(48), en Bleiksmýrarfjall (49) þar upp af. Það er að öllu leyti hið
hrikalegasta. Þar er hvert klettagilið við hliðina á öðru og teygja
sig snarbrattir melarindar upp á milli þeirra, en í endilangri brúninni,
ofan við gilin og efst i þeim, er snarbrattur standbergsveggur, ekki
þó stuðlaberg, heldur sýnast þar vera afar-forn hraunlög hvert ofan á
öðru. Bleiksmýrarbalar (50) heita harðlendar og hólóttar grundir norð-
an við mýrina, og þar fer fjallið aftur að verða kollótt mela-fjalL
Syðra-Mógil (51) heitir dálítill dalur þar í fjallið. Eftir honum fossar
Syðri-Mógilslœkur (52) ofan Syðri-Mógilsskriðu (53), sem er rétt
norðan-við Bleiksmýrarbalana. í skriðu þeirri er Mógiisgren (54).
Norðan-við skriðuna er bali, sem nefnist Einbúabali (55), og frammi
þar við ána stendur Einbúi (56) sjálfur. Það er fyrirferðarmikill stór-
grýtishóll, gróinn að austan-verðu, sem er skapaður af snjóflóðum úr
gili í vesturfjalli dalsins. í hólnum er Einbúagren (57). Fjallið þarna
fyrir ofan er aflíðandi melar og ekki mjög bratt; sumstaðar eru þar
dálitlir hjallar. Skammt hér norður-af er Ytra-Mógil (58), allstór dalur.
Eftir því fossar Ytri-Mógilslœkur (59) niður Ytri-Mógilsskriðu (60).
Þegar kemur yfir þann læk, taka við Mógils-balar (61). Þeir eru
ekki stærri en meðal-tún, og ofan-vert við þá eru hjallar og melháls-
ar, unz brekkan verður brattari. Næst koma Hamarslœkjarbalar (62).
Þeir eru víðlendir mjög og fagrir, eins og fjallið fyrir ofan þá, Ham-
arslœkjarfjallið (63), sem er svipfegurst fjallshlíð á Bleiksmýrardal, að
undanteknum skógarhlíðunum norðar. Þó er þarna ekki svo ýkja-mikill
gróður. Fjallið sýnist meira að segja vera blásin auðn. En grös leyn-
ast á milli steinanna og sauðfé unir sér vel á þessum slóðum. Ham-
arslækjarbalar liggja fast norður að Hamarslæk (áður tölusettur; nr. 18),
sem fellur í mörgum fossum niður fjallshlíðina. Hann kemur úr Ham-
arslœkjardal (64), sem liggur hátt uppi og nær suðaustur á fjall. Má
ganga úr drögum hans yfir í Hjaltadalinn, eftir óvillugjarnri leið.
Hamar (65) heitir stakur klettadrangi við neðsta fossinn í Hamars-
læknum og af þeim dranga hefir lækurinn fengið nafn sitt.
Vothamrar (66) heitir stykki þarna norður af. í daglegu tali er
það oftast nefnt Hamrar (67) aðeins. Það er standbergsveggur, sem
gengur alveg niður að hvítfyssandi elfinni á all-löngu bili. Fyrir neð-
an má komast, eftir örlitlum brekkufæti. En aðalgatan er uppi, svo
að segja alveg á brúninni. Ofan við hana eru holt og hjallar, unz
fjallskamburinn, Vothamrafjallið (68), tekur við. Það er oftast nefnt
aðeins Hamrafjall (69). Suður af Hömrunum er aflíðandi jafnhalli, en
norður af nokkru brattara klif, Vothamraklif, (70). Fram af Vothömr-
unum falla lækir og seyrur. — Skammt norðan-við Vothamrana er
Halldórshvammur (71) frammi við ána, og með bröttum brekkum að-