Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 120
120 (48), en Bleiksmýrarfjall (49) þar upp af. Það er að öllu leyti hið hrikalegasta. Þar er hvert klettagilið við hliðina á öðru og teygja sig snarbrattir melarindar upp á milli þeirra, en í endilangri brúninni, ofan við gilin og efst i þeim, er snarbrattur standbergsveggur, ekki þó stuðlaberg, heldur sýnast þar vera afar-forn hraunlög hvert ofan á öðru. Bleiksmýrarbalar (50) heita harðlendar og hólóttar grundir norð- an við mýrina, og þar fer fjallið aftur að verða kollótt mela-fjalL Syðra-Mógil (51) heitir dálítill dalur þar í fjallið. Eftir honum fossar Syðri-Mógilslœkur (52) ofan Syðri-Mógilsskriðu (53), sem er rétt norðan-við Bleiksmýrarbalana. í skriðu þeirri er Mógiisgren (54). Norðan-við skriðuna er bali, sem nefnist Einbúabali (55), og frammi þar við ána stendur Einbúi (56) sjálfur. Það er fyrirferðarmikill stór- grýtishóll, gróinn að austan-verðu, sem er skapaður af snjóflóðum úr gili í vesturfjalli dalsins. í hólnum er Einbúagren (57). Fjallið þarna fyrir ofan er aflíðandi melar og ekki mjög bratt; sumstaðar eru þar dálitlir hjallar. Skammt hér norður-af er Ytra-Mógil (58), allstór dalur. Eftir því fossar Ytri-Mógilslœkur (59) niður Ytri-Mógilsskriðu (60). Þegar kemur yfir þann læk, taka við Mógils-balar (61). Þeir eru ekki stærri en meðal-tún, og ofan-vert við þá eru hjallar og melháls- ar, unz brekkan verður brattari. Næst koma Hamarslœkjarbalar (62). Þeir eru víðlendir mjög og fagrir, eins og fjallið fyrir ofan þá, Ham- arslœkjarfjallið (63), sem er svipfegurst fjallshlíð á Bleiksmýrardal, að undanteknum skógarhlíðunum norðar. Þó er þarna ekki svo ýkja-mikill gróður. Fjallið sýnist meira að segja vera blásin auðn. En grös leyn- ast á milli steinanna og sauðfé unir sér vel á þessum slóðum. Ham- arslækjarbalar liggja fast norður að Hamarslæk (áður tölusettur; nr. 18), sem fellur í mörgum fossum niður fjallshlíðina. Hann kemur úr Ham- arslœkjardal (64), sem liggur hátt uppi og nær suðaustur á fjall. Má ganga úr drögum hans yfir í Hjaltadalinn, eftir óvillugjarnri leið. Hamar (65) heitir stakur klettadrangi við neðsta fossinn í Hamars- læknum og af þeim dranga hefir lækurinn fengið nafn sitt. Vothamrar (66) heitir stykki þarna norður af. í daglegu tali er það oftast nefnt Hamrar (67) aðeins. Það er standbergsveggur, sem gengur alveg niður að hvítfyssandi elfinni á all-löngu bili. Fyrir neð- an má komast, eftir örlitlum brekkufæti. En aðalgatan er uppi, svo að segja alveg á brúninni. Ofan við hana eru holt og hjallar, unz fjallskamburinn, Vothamrafjallið (68), tekur við. Það er oftast nefnt aðeins Hamrafjall (69). Suður af Hömrunum er aflíðandi jafnhalli, en norður af nokkru brattara klif, Vothamraklif, (70). Fram af Vothömr- unum falla lækir og seyrur. — Skammt norðan-við Vothamrana er Halldórshvammur (71) frammi við ána, og með bröttum brekkum að-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.