Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 66
Kirkjurnar í Vestmannaeyjum.
Að því er sögur herma, var þriðja fyrsta kirkja hér á landi byggð
í Vestmannaeyjum. Var hún byggð úr viði þeim, sem Ólafur Tryggva-
son lagði til, er þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti fóru fyrir
hann krisniboðsförina árið 1000.x)
Kirkju þessa reistu þeir sunnan-undir Heimakletti, á Hörgaeyri.1 2)
Eyri þessi er nú í kafi í sjó, nema um fjörur. Um árið 1000 er því
líklegt, að eyrin hafi verið grasi gróin, og varla miklu lægri, þar
sem kirkjan stóð, en landið sunnan megin hafnar er nú. Að öðrum
kosti hefði kirkjan tæplega verið örugg fyrir ágangi sjávar. Liggur
nærri að ætla, að undirlendi hafi verið þar sem nú er innri höfnin,
svo-kallaður Botn. Þetta örnefni bendir einnig í þá átt. Þeir, sem búið
hafa á bæjunum norðan-undir Helgafelli, hafa eflaust haft að orðtæki
»að fara niður í Botna«, af því þar var lægra.
Þar var síðan kirkja þar til um 1300. Árið 1269 eru kirkjurnar
í Vestmannaeyjum orðnar þrjár,3) að Ofanleiti, Kirkjubæ og Clemens-
kirkja, sem eflaust er hin sama og Hörgaeyrarkirkjan. Hefir hún þá
verið annaðhvort úr sér gengin eða legið undir ágangi sjávar. Vi ð-
ist Kirkjubæjarkirkja vera byggð um það leyti, er máldaginn er gjörð-
ur, og eiga að koma í stað Clemenskirkju. Er hún hálfkirkja móti
Clemenskirkju, en þó svo, að tekjur kirknanna skiftast milli Ofanleitis-
og Kirkjubæjar-kirkju. Clemenskirkja hefir engar tekjur, og ekki er
lengur grafið við hana. í þessum máldaga Kirkjubæjarkirkju, er
Clemenskirkju síðast getið.
1) Biskupas. I. 20, Fornm sög., Kbh. 1826, II. 233—234, íslendingabók, Rvík
1909, bls. 11, B. M. Olsen: Um krisnit., bls. 75, Árb. Fornl fél. 1913, bls. 35—41.
2) Það er einkennilegt, að örnefni þetta virðist gleymt 1704, er Árni Magn-
ússon var í Ve. Segir hann i Chorographica Islar.dica (A. M nr. 213, 8vo, bls.
96) á þessa ieið: »Hörgaeyri meinast hafa heitið í Ve eyjum sú, er nú kallast
Klemuseyri, liggur norðan til við voginn, nokkru innar en þvert yfir frá
Skantzenum, flæðir nú yfir«. Sama máli gegnir um Herjólfsdai. Segir Á. M., að
menn haldi, að það sé sama og menn kalli nú Dalver. Ægisdyr haldi menn, að
sé höfnin.
3) Dipl. ísl. II., 66, máldagi Kirkjubæjarkirkju 1269.