Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 66
Kirkjurnar í Vestmannaeyjum. Að því er sögur herma, var þriðja fyrsta kirkja hér á landi byggð í Vestmannaeyjum. Var hún byggð úr viði þeim, sem Ólafur Tryggva- son lagði til, er þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti fóru fyrir hann krisniboðsförina árið 1000.x) Kirkju þessa reistu þeir sunnan-undir Heimakletti, á Hörgaeyri.1 2) Eyri þessi er nú í kafi í sjó, nema um fjörur. Um árið 1000 er því líklegt, að eyrin hafi verið grasi gróin, og varla miklu lægri, þar sem kirkjan stóð, en landið sunnan megin hafnar er nú. Að öðrum kosti hefði kirkjan tæplega verið örugg fyrir ágangi sjávar. Liggur nærri að ætla, að undirlendi hafi verið þar sem nú er innri höfnin, svo-kallaður Botn. Þetta örnefni bendir einnig í þá átt. Þeir, sem búið hafa á bæjunum norðan-undir Helgafelli, hafa eflaust haft að orðtæki »að fara niður í Botna«, af því þar var lægra. Þar var síðan kirkja þar til um 1300. Árið 1269 eru kirkjurnar í Vestmannaeyjum orðnar þrjár,3) að Ofanleiti, Kirkjubæ og Clemens- kirkja, sem eflaust er hin sama og Hörgaeyrarkirkjan. Hefir hún þá verið annaðhvort úr sér gengin eða legið undir ágangi sjávar. Vi ð- ist Kirkjubæjarkirkja vera byggð um það leyti, er máldaginn er gjörð- ur, og eiga að koma í stað Clemenskirkju. Er hún hálfkirkja móti Clemenskirkju, en þó svo, að tekjur kirknanna skiftast milli Ofanleitis- og Kirkjubæjar-kirkju. Clemenskirkja hefir engar tekjur, og ekki er lengur grafið við hana. í þessum máldaga Kirkjubæjarkirkju, er Clemenskirkju síðast getið. 1) Biskupas. I. 20, Fornm sög., Kbh. 1826, II. 233—234, íslendingabók, Rvík 1909, bls. 11, B. M. Olsen: Um krisnit., bls. 75, Árb. Fornl fél. 1913, bls. 35—41. 2) Það er einkennilegt, að örnefni þetta virðist gleymt 1704, er Árni Magn- ússon var í Ve. Segir hann i Chorographica Islar.dica (A. M nr. 213, 8vo, bls. 96) á þessa ieið: »Hörgaeyri meinast hafa heitið í Ve eyjum sú, er nú kallast Klemuseyri, liggur norðan til við voginn, nokkru innar en þvert yfir frá Skantzenum, flæðir nú yfir«. Sama máli gegnir um Herjólfsdai. Segir Á. M., að menn haldi, að það sé sama og menn kalli nú Dalver. Ægisdyr haldi menn, að sé höfnin. 3) Dipl. ísl. II., 66, máldagi Kirkjubæjarkirkju 1269.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.