Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 64
64 innanborðs, því að sá bátur aflaði allt-af bezt, sem Kolbeinn var á. Hann gekk tíðum í fjörur, og í þá daga rak oft mikið af fiski. Þegar hann fann meira en hann gat borið, þá kom hann heim og sagði frá þvi, sem eftir var. Oft kom það fyrir, að hann bjargaði fé frá sjó, og varð hann fyrir það vel liðinn; er sagt, að bóndi hafi ekki séð svo mjög mikið eftir þvi, þótt Kolbeinn tæki sér kind í pottinn. Hér rétt fyrir innan bæinn er skálmyndaður botn efst uppi í fjallinu, sem kallaður er Ófœri-botn; dregur hann nafn sitt af því, að í hann fara ekki, nema einstöku menn, en oft eru kindur í honum á haustin. Var í gamla daga farið upp úr gjót, sem kallast Fjósagonta; en af hverju gjótin hefir fengið það nafn, veit ég ekki. í þessum botni er dálítil grasbrekka og mosi og fjallagrös; var um eitt skeið farið til grasa upp í Ófæra-botn, og voru þá grasapokarnir látnir detta ofan-fyrir. En svo vildi það sorglega slys til, að maður hrapaði ein- hverju sinni á eftir grasapoka og kom í tætlum niður. Eftir þetta voða-slys lögðust niður allar ferðir í Ófæra-botn um margra ára bíl, enda hrapaði þá steinn úr Fjósagontugjótinni, svo að hún varð ófær og er enn. Oft sást fé í botninum, og stundum gekk það úti, en stundum hrapaði það niður á vetrum. Einu sinni sáust 13 kindur í Ófæra-botni. — Svo var það, að fyrir einum mannsaldri fóru menn að leita að nýjum vegi í botninn, og tókst það á endanum að finna hann, en illa gekk þó að ná fé úr botninum. Oft hefir það samt heppnazt, en stundum misheppnazt, enda hafa menn þráfaldlega stofnað sér í ógurlega hættu við það. Ég man eftir því, er ég var drengur, að þá var eitt sinn komið með 2 sauði í bandi ofan úr Ófæra-botni. Mér eru þessir sauðir svo minnisstæðir, því að þeir báru langt af öðru fé, enda verður fé gríðar-vænt í botninum. Nú er fundin sæmilega góð leið í botninn fyrir menn, en það gengur illa að reka fé úr honum. Hefir nýlega verið farið í Ófæra-botn; voru þá í honum 8 kindur; náðust 4, en 4 töpuðust ofan í hamrana, og er óvíst um afdrif þeirra. Hæsti tindurinn hér upp af bænum heitir Þúfuhraunstindur; dregur nafn af grasþúfu, sem myndaðist á kletti einum, þegar loddan var hér; er bezt, að ég segi frá síðustu afdrifum hennar. í Þúfu- hraunstindinum bjuggu allt-af arnarhjón og unguðu þar út á hverju vori, og var loddan mjög gráðug í lömbin á vorin. Sagði faðir minn mér, að það hefði verið átakanlega erfitt að búa undir slíkum bú- sifjum, þar sem hefði verið bæði loddan, tófan og hrafninn. Vanalega hefði helmingurinn af öllum lambahópnum farið í þessar meinvættir, og hefði loddan drepið lang-mest. Kvaðst hann hafa verið búinn að reyna margt til að drepa hana, bæði skot og annað, unz honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.