Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 46
46
3. Mannabein fundin hjá Skotmannshól i Flóa.
í Árb. Fornlfél. 1905, bls. 26, getur Brynjólfur Jónsson þess, að
mannabein hafi komið í ljós í bakkarofi rétt fyrir austan Skotmanns-
hól. Hann getur þess jafnframt, að sagt sé, að 2 systkin hafi verið
tekin af samkvæmt dómi á Vælugerðisþingi og dysjuð nálægt hóln-
um.
Fyrir hönd kvenfélags í sveitinni óskaði Sigurjóna Magnúsdóttir
á Efri-Sýrlæk eptir því 23. Júlí 1935, að ég tæki þessi bein upp;
kvað hún félagið vilja láta jarða þau 28. dag sama mánaðar. Varð
ég við þeim tilmælum og fór austur daginn eptir að ég fékk þau.
Tók ég upp þau bein fyrst, er voru sunnan-við bakkarofið og munu
hafa verið dysjuð þar eptir að þau höfðu komið fram. Voru það
einkum óheillegir leggir og höfuðkúpa, er leit út fyrir að vera af
kvenmanni, fremur ungum, og enn fremur brot af annari höfuðkúpu.
Voru þessar beinaleifar í flatri, lágri þúst, og var grjót yfir þeim.
Því næst lét ég grafa í moldarbarðið hjá; þar virtust vera að-
fluttir steinar. Komu þar þá einnig í ljós nokkrir leggir og fáein fleiri
bein. Var ekki vafi á, að hér voru á staðnum beinaleifar úr 2 mönn-
um, og eru líkur til, að sögusögn sú, sem Brynjólfur Jónsson gat um
í Árbók Fornl.fél. um aftöku systkina hér, sé rétt, og að þessi bein
séu úr þeim.
Sigurjóná Magnúsdóttir, hjónin í Vælugerði o. fl. voru við upp-
töku beinaleifanna og voru þær afhentar þeim.
Reykjavík, í Febrúar 1936.
Matthías Þórðarson.