Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 43
43
funda og upptöku mannabeina á 3 stöðum þessi sömu, siðustu ár,
þótt ekki verði talið líklegt, og því síður víst, að öll þau bein séu
frá fornöld.
1. Mannabein fundin hjá Þorleifsstöðum i Blönduhlið.
Haustið 1932 fann Jóhannes Jónsson, böndi á Þorleifsstöðum,
mannabein í smágröf sunnan-undir fjárhúsi skammt vestur frá bænum,
svo-nefndu Hólshúsi. Var moldarbingur þar við húsvegginn, en
Jóhannes mokaði honum burt, því að hann vildi gera kofa við vegg-
inn. Er hann stakk niður skóflunni, urðu fyrir steinar á einum stað;
voru þar nokkrar smáhellur og tæp skóflustunga af mold ofan á þeim.
Undir hellunum var smágröf sú, er beinin voru í. Leit Jóhannes svo
á, að hér væri bein úr einum manni, og að lega þeirra í þessari
smágröf sýndi, að maðurinn hefði verið látinn í hana samankrepptur
um hné og mjaðmir, og líklega með niðurbeygt höfuð. Beinin voru
mörg mjög fúin, er þau fundust, en sum týndust síðan. — En þegar
bóndi hafði byggt kofann, gróf hann þau bein, er þá voru enn vís, i
garðanum í kofanum, vesturenda hans, þar nærri, er gröfin var áður.
Presturinn á Miklabæ, séra Lárus Arnórsson, skýrði mér frá þess-
um beinafundi, og fór ég því heim að Þorleifsstöðum 19. dag Ágúst-
mánaðar 1934, er ég var á ferð í Skagafirði. Tók þá bóndinn beinin
aptur upp úr garðanum, og voru þau flutt til Þjóðmenningarsafnsins.
Þess er fyrst og fremst að geta um þessi bein, að þau eru úr
tveim mönnum, en vegna þess, hve fá þau eru og óheilleg flest, er
erfitt, nema með mjög nákvæmlegri rannsókn, að segja með vissu
hver beinabrotin heyra saman, eru úr sama manni. Tveir lærleggir
eru þó heilir og eru bersýnilega báðir úr sama manninum; þeir eru
45 cm. að lengd og benda til, að sá maður, sem þeir eru úr, hafi
verið um 167 cm. hár. En meðal beinabrotanna er einnig miðhluti
af þriðja lærleggnum, vinstra lærlegg úr öðrum manni; er ekki auð-
séð, hversu langur sá leggur hefir verið heill, en hann virðist hafa
verið styttri en hinir og miklu grennri. Þá eru 3 brot úr sköflungi
(1 nagað af kú), 2 úr sperrilegg, óheillegt geislabein, 1 brot úr herðar-
blaði, 1 rif, 1 stórt brot úr höfukúpu og 4 smærri, sem öll heyra
saman, enn fremur 1 brot framan-við mænuholið, 2 gómbein, sem
heyra saman, og sundurlausir kjálkar, sem einnig heyra saman og
eru, að því er virðist, úr sama manni og gómbeinin; eru þessi síðast-
nefndu brot sennilega einnig tilheyrandi höfuðkúpubrotunum, öll úr
sama manni. Benda tennurnar, allir apturjaxlarnir í kjálkunum, 1
apturjaxl og 1 framjaxl í vinstra gómbeini, á, að sá maður, sem þær