Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 96
96
Austur frá honum er Mókollur (67). Milli þessara ása eru Skillands-
tungur, nú Kiljanstungur (68). Norðan-við Mókoll kemur upp lækur og
rennur norður í Laxá. Lækurinn heitir Mókollskuísl (69). Framan-við
þessa ása rennur á, er almennt nefnist nú Kiljansá. í gömlum skjöl-
um frá 1800 er hún nefnd Skillandsá (70). Er mjög sennilegt, að
Grímsstaðir hafi átt land inn að ánni og áin skilið byggðarland og
afréttar. Skillandsá rennur í Stóru-Laxá. Skammt frá mynni hennar
er hár og fagur foss í ánni; hann heitir Skillandsárfoss (71.) Á þessi
rennur eftir dalmynduðu sléttlendi, er heitir Skillandsfitjar (72). Aust-
ur frá þeim er ás, sem nefnist Kista (73). Suður frá henni er Kistu-
uer (74). Kista er á norðurenda hálendis, er heitir Móskjónuhlíð (75).
Vestur frá henni er fell, sem heitir Lambafell (76). Norðan-undir því er
Lambafellskriki (77). Útsuður frá Lambafelli er heiði, kölluð Rjúpna-
heiði (78). Vestan-undir henni eru Grímsstaðir (79). Var þar bær til
forna. Skammt norðar eru Efri-Grimsstaðir (80). Skammt frá þeim,
niður-við Skillandsá, er Fjallmannafit (81). Vestur frá Grimsstöðum er
sléttlendi, er heitir Lyngeyrar (82). Framan-við þær rennur Skreiðará
(83), — út í Stóru-Laxá. Dalur sá, er áin rennur eftir, heitir Skreiðarár-
dalur (84). Austur-af dalnum er hár ás; heitir hann Hádegisás (85).
Var hann eyktarmark frá Hrunakrók í Ytri-hrepp. Vestan-undir Rjúpna-
heiði eru Eysteinsuölnin (86), en framan-við heiðina er Rjúpnaheiðar-
skarð (87). Austur- og fram-af Rjúpnaheiði eru Kálfárdrög (88). Þau
eru upptök ár, er heitir Kálfá (89). Hún rennur eftir sléttum dalbotni,
og heitir hann Kálfárfitjar (90). Vestan-við fitjarnar er Kálfárfitjarfell
(91). Austan-við Kálfárfitjar eru hæðir með vörðum; heita þær Konga-
uöröur (92). Hár ás er á þessum hæðum, sem kallaður er Kongsás (93).
Fram-af Kongavörðum er stórt fjall, er heitir Kálfárfitjarfjall (94).
Vestan-við norðurenda þess er ás, sem heitir Þrengslaás (95). Með
honum rennur Kálfá í gljúfrum; nefnast þau Þrengsli (96). Þar vestan
Kálfár er urðarklauf milli tveggja ása; heitir hún Eiturklauf (97). Þessi
áður-töldu örnefni eru í vesturleit Flóamannaafréttar og norðurleit.
Sultarfit hefir verið talin í áðurtöldum örnefnum (42). Austur-af
henni er norðurendi Fitjarása. Þar sem hallar norður-af þeim, er Stóri-
bugur (98). Dálítið framar er Litli-bugur (99). Sennilegt er, að þessi
örnefni hafi fengið þessi heiti af því, að gangnamenn fara hér í hálf-
hring. Austur frá Stóra-bug er ás, sem heitir Vatnsás (100). Suður frá
Bugunum er Digralda (101). Ofan-af henni er mjög tilkomumikið út-
sýni til austurs. Fram-af Digröldu er Langalda (102). Austan-undir
henni rennur Eystri-ásakuisl (103), en framan-undir henni rennur
Vestri-ásakuisl (104); renna þær báðar í Fossá. Austur-við Fossá, innar-
lega, er dalmyndað landslag, sem heitir Austurbugar (105). Gegnum