Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 69
69
samþykkt, enda er orðalagið mjög líkt hjá þeim öllum og á sam-
þykktinni, Hefur nafn kirkjunnar óefað villt þá. Hitt er fjarri að halda,
að kirkjan hafi altaf staðið þar, sem nú er kirkjugarðurinn, vegna
þess að kirkjugarðsleifar1) hafa fundizt að Fornu-Löndum.
Kirkjan, sem byggð var 1631, kostaði 7 lestir, 4 hundruð og
106 fiska2) eða 185 ríkisdali og 12 skildinga. Var hún byggð fyrir
kirkjufiskinn og samskot eyjarbúa og kaupmanna. Þó gjafir til
kirkjunnar væri allmiklar og stöðugar tekjur, var kostnaðurinn ekki
greiddur að fullu fyr en 1641. Frá því 1631 og fram á þennan dag er
til nær óslitið reikningshald kirkjunnar, og mun það eins dæmi.
Reikningabókin frá 163k—1704 er nú geymd í Þjóðskjalasafni í af-
riti, og einnig næsta bók á eftir, sem byrjar 1717.3) Má af bókum
þessum sjá, hversu verið hefur um tekjur kirkjunnar og gjöld frá
ári til árs, hverjir gefið hafa kirkjunni og hvernig tekjum hennar
hefur verið varið. Þegar Árni Magnússon var hér á landi við samn-
ing jarðabókarinnar, athugaði hann (1705) reikningshald Landakirkju4),
og verður smám saman eftir þvi, sem við á, vitnað til ummæla
hans um það.
Kirkjan, sem byggð var 1631, stóð mjög lengi, en var alloft
endurbætt að nokkru. T. d. var gert við hana 1643, 1646 og 1662,
og ennfremur var gjört allmikið við hana á árunum 1673—1675, auk
smærri viðgerða. En árið 1686 var kirkjan rifin niður að mestu. Þá
færir Anders Svendsen kaupmaður inn í reikningabókina, að kirkjan
hafi verið endurbyggð úr nýjum viði og klædd að öllu með borðum.
Segir Árni Magnússon, að endurbygging þessi hafi kostað, eftir því,
sem hann kemst næst af reikningabókinni, 4 lestir, 2 hundruð og 89
fiska, sem sé í peningum rúmir 106 ríkisdalir.5) Þessi kirkjubygging
var lagfærð 1703. Þegar Árni var í Vestmannaeyjum árið 1704, skoð-
aði hann kirkjuna, og átti tal við þá, sem unnu að endurbygging-
unni árið 1686. Skýrðu þeir honum frá því, að mest af viðinum, sem
notaður var í kirkjuna, hafi verið gamall, og úr gömlu kirkjunni. Sá
viður, sem átti að heita nýr, hefði legið í 3 ár inni í kirkjunni, en
vegna þess, að þar hefði ekki verið hægt að halda honum þurrum,
hefði hann verið fluttur undir Skiphella og legið þar heilan vetur
áður en hann var notaður.6) Svona hefði efnið í bygginguna verið.
1) Árb. Fornl. 1913, bls. 62.
2) A. M. Embedsskrivelser, bls. 350.
3) Alþ b. ísl. IV., 32.
4) A. M. Embedsskr., bls. 352—353.
5) A. M. Embedsskr., bls. 352.
6) A. M. Embedsskr., bls. 352.