Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 29
29
allt er blaðið mjög ryðbólgið, gagnryðgað og sem brunnið kol. Hníf-
urinn lá nær þversum í gröfinni og hafði verið við hægri hlið. Fallegt
brýni úr hein fannst hér einnig, nær fótum; það er 14,3 cm. að lengd,
en brotsár á endum sýna, að það hefur verið lengra. Það er mjög
eytt af brýnslu, einkum í báða endana; um miðju, og þó nokkru nær
öðrum endanum, er það 1,1 cm. á hvorn veg, en við endana 8X7
og 5X7 mm. Það er ferstrent, en jafnframt dálítið undið. Nær miðju
vinstra megin í gröfinni fannst lítill, gulur jaspismoli; hann er 3 cm.
að I., 2,5 að br. og 1,5 að þykkt, en óreglulegur í lögun. Hann er
urinn á 2 brúnum og hefur verið notaður til að kveikja við eld, —
er eldtinna. Lítið brot af járni, er virðist fest við tré, fannst hjá, og
kann það að vera af eldstáli; þetta brot er nú 4,5 að lengd.
Beinaleifarnar eru liðakjúkur og leggjabrot, mjög tærð af fúa og
óheilleg. Annar lærleggurinn, sá hægri, er þó óbrotinn, og er hann
45,3 cm. að lengd, en neðri endinn er dálítið eyddur. Mjaðmarbein
eru bæði mjög eydd, svo að lögun þeirra sést ekki vel. Af höfuð-
kúpunni eru að eins nokkur brot eptir, — hvirfilbeinin helzt. Vinstri
kjálki er til, með 4 jöxlum, 2 stórum (apturjöxlum) og 2 smáum, og
augntönn, öllum örslitnum; jaxlar hafa ekki verið fleiri í kjálkanum.
Þessi kjálki, sem raunar er ekki heill, virðist helzt vera úr kven-
manni, og leifarnar af mjaðmarbeinunum benda einnig helzt til, að
þau séu úr konu, en ekki karli. Engar leifar vopna fundust með
þessum beinum og gripum; bendir það einnig til, að hér hafi verið
jörðuð kona, en ekki karlmaður. — Af lengd Iærleggjarins má ætla,
að hún hafi verið 165 cm. há. — Geta má þess, að fám metrum fyrir
landnorðan þessar dysjarleifar voru allmörg hrossbein á víð og dreif
i sandinum, en þó helzt á einum stað, og virtist þar hafa verið
dysjaður hestur. Óvíst er þó, hve nær það muni hafa verið gjört, og
það virtist ekki beinlínis líklegt, að sú hestdys hafi staðið í sam-
bandi við þessa (kven)mannsdys; bilið á milli var helzti langt til
þess, að álitið verði, að hesturinn hafi átt að heyra til (kven)mann-
inum, — svo sem reiðskjóti á helvegi.
Um 600 m. í vestur-útsuður frá bæjarrústunum, og þó innan
endimarka hins gamla, örfoka túnstæðis, hafði um sumarið, nokkru
áður en ég kom austur, fundizt önnur dys, eða bein úr manni,
blásin upp úr sandinum. Hér voru leifar, aðallega 2 brot, af höfuð-
kúpunni og niðri í sandinum var hér hægri kjálkinn hjá. Af þessum
leifum af höfðinu mátti sjá, hvar það hafði verið grafið. Litlu vestar
hafði fundizt hér hjá spjót og framhandleggsbein; geymdi Guðmundur
hreppstjóri þau heima hjá sér. Er til var skænt í sandinum, komu
í ljós tákögglar, hæl- og ristar-bein. Hafði gröfin verið stutt, og