Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 29
29 allt er blaðið mjög ryðbólgið, gagnryðgað og sem brunnið kol. Hníf- urinn lá nær þversum í gröfinni og hafði verið við hægri hlið. Fallegt brýni úr hein fannst hér einnig, nær fótum; það er 14,3 cm. að lengd, en brotsár á endum sýna, að það hefur verið lengra. Það er mjög eytt af brýnslu, einkum í báða endana; um miðju, og þó nokkru nær öðrum endanum, er það 1,1 cm. á hvorn veg, en við endana 8X7 og 5X7 mm. Það er ferstrent, en jafnframt dálítið undið. Nær miðju vinstra megin í gröfinni fannst lítill, gulur jaspismoli; hann er 3 cm. að I., 2,5 að br. og 1,5 að þykkt, en óreglulegur í lögun. Hann er urinn á 2 brúnum og hefur verið notaður til að kveikja við eld, — er eldtinna. Lítið brot af járni, er virðist fest við tré, fannst hjá, og kann það að vera af eldstáli; þetta brot er nú 4,5 að lengd. Beinaleifarnar eru liðakjúkur og leggjabrot, mjög tærð af fúa og óheilleg. Annar lærleggurinn, sá hægri, er þó óbrotinn, og er hann 45,3 cm. að lengd, en neðri endinn er dálítið eyddur. Mjaðmarbein eru bæði mjög eydd, svo að lögun þeirra sést ekki vel. Af höfuð- kúpunni eru að eins nokkur brot eptir, — hvirfilbeinin helzt. Vinstri kjálki er til, með 4 jöxlum, 2 stórum (apturjöxlum) og 2 smáum, og augntönn, öllum örslitnum; jaxlar hafa ekki verið fleiri í kjálkanum. Þessi kjálki, sem raunar er ekki heill, virðist helzt vera úr kven- manni, og leifarnar af mjaðmarbeinunum benda einnig helzt til, að þau séu úr konu, en ekki karli. Engar leifar vopna fundust með þessum beinum og gripum; bendir það einnig til, að hér hafi verið jörðuð kona, en ekki karlmaður. — Af lengd Iærleggjarins má ætla, að hún hafi verið 165 cm. há. — Geta má þess, að fám metrum fyrir landnorðan þessar dysjarleifar voru allmörg hrossbein á víð og dreif i sandinum, en þó helzt á einum stað, og virtist þar hafa verið dysjaður hestur. Óvíst er þó, hve nær það muni hafa verið gjört, og það virtist ekki beinlínis líklegt, að sú hestdys hafi staðið í sam- bandi við þessa (kven)mannsdys; bilið á milli var helzti langt til þess, að álitið verði, að hesturinn hafi átt að heyra til (kven)mann- inum, — svo sem reiðskjóti á helvegi. Um 600 m. í vestur-útsuður frá bæjarrústunum, og þó innan endimarka hins gamla, örfoka túnstæðis, hafði um sumarið, nokkru áður en ég kom austur, fundizt önnur dys, eða bein úr manni, blásin upp úr sandinum. Hér voru leifar, aðallega 2 brot, af höfuð- kúpunni og niðri í sandinum var hér hægri kjálkinn hjá. Af þessum leifum af höfðinu mátti sjá, hvar það hafði verið grafið. Litlu vestar hafði fundizt hér hjá spjót og framhandleggsbein; geymdi Guðmundur hreppstjóri þau heima hjá sér. Er til var skænt í sandinum, komu í ljós tákögglar, hæl- og ristar-bein. Hafði gröfin verið stutt, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.