Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 85
85
varp. Sauðfé fer örsjaldan fram í flögurnar, þótt í þær fjari, því að
talsverð bleyta er á milli eyjarinnar og flaganna.
Fyrir ofan Brúarey en vestan Þorkelsvogs-botninn eru Brúareyjar-
bakkarnir (51). Meiri hluti þeirra er skógivaxinn, en smá-mýrarsund
á milli. Eru þeir suðvestur-af Skollaborg, sem áður er sagt frá. Fyrir
vestan Skollaborg er Skollaborgarflói (52), sem er víðáttumikill, nær
frá suðurenda Húsaásanna að austan og að Skollaborg að sunnan, en
að Bjarnastaðaborg (53) að vestan; á þessum flóa er mjög góð vetrar-
beit fyrir sauðfé. Fyrir utan Brúareyjarbakkana er lítið Lón (54), sem
fellur upp í með stórum flóðum. Er rif fyrir framan Lónið, sem
gengið er eftir, þá er lágsjávað er. Rétt fyrir vestan Lónið er
Bjarnastaðaborg, há borg, en ekki stór um sig. Talsverður birkiskógur
er í kringum borgina og nokkuð upp á henni. Fyrir vestan Bjarna-
staðaborg eru holt og ásar, sem einu nafni kallast Bjarnastaða-holt
og -ásar (55). Flest eru þessi holt vaxin smáum birkiskógi. Flóasundin
á milli þeirra eru lítil; þau eru vaxin fjalldrapa og brokstör á milli.
Vestur- og suður-af Bjarnastaðaásunum eru Borgartangarnir (56).
Tanga þessa myndar vogur frá Brúarey, en að vestan Dagverðarnes-
lónið (57). Frá Borgartöngunum og frá Skáley, (58), sem er í Dag-
verðarnesslandi, eru grjótrif, sem gengið er eftir, þá er farið er fram
i Skáley, þegar sjór er rúmlega hálffallinn út fyrir innan Strauma. Þetta
grjótrif er kallað Austurvaðlar (59). Hólmi er í vöðlunum, sem heitir
Vaðlahólmi (60) og tilheyrir Arnarbæli. Skarð er í þetta grjótrif, sem
sjór rennur ávalt um úr Skáleyjarlöninu. Suður af Borgartöngunum
eru 2 eyjar með háum klettum, og liggja grjótrif úr Borgartöngunum
fram í þær. Sú, sem er nær töngunum, heitir Litla-Hástiga (61), en
hin Stóra-Hástiga (62). Báðar þessar eyjar eru mjög gróðurlitlar, með
háum klettum, og til lítils gagns.
Nokkuð fyrir vestan Borgartangana eru nú landamerki á milli
Arnarbælis og Dagverðarness, þar sem skógurinn endar, en flóarnir
taka við. Þessi landamerki munu hafa verið í gildi síðan 1493. Líkur
eru til, að fyrrum hafi þessi landamerki verið talsvert utar, úr Mark-
nesi í Álftatjörn — nú Lómatjörn —, og af því hafi Marknesið feng-
ið nafnið; bendir ýmislegt til, að svo hafi verið. Út-af því var landa-
merkjamálið á milli Arnarbælis og Dagverðarness, sem dæmt var á
Staðarfelli árið 1493. Landamerki þessi eru nú úr Skáleyjar-Ióninu,
nokkuð fyrir vestan Borgartangana, austur flóann fyrir vestan skóg-
arjarðarinn, á milli Vörðuáss, sem er í Dagverðarnesslandi, og Steins-
holts (63), sem er í Arnarbælislandi, rétt fyrir utan Náttmálaásinn (36),
sem er hátt holt með vörðu á efri endanum. Náttmálaásinn er allur
skógivaxinn og er skammt fyrir vestan Húsaásana (34). Fyrir austan