Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 21
21
þó ekki sé nú kunnugt. Smágiljaskorningar eru á milli torfanna.
Austur-af þeim eða inn-af er Fremri-Palltorfa (10), og er Grentorfu-
gil (11) á milli. Torfan sú er bæði há og breið, og brekka eða
pallur á henni miðri, og annar nokkuð ofar; mun hún draga nafn
af þeim. Fremra-Palltorfugil (12) er milli hennar og Nauthylstorfu
(13), sem dregur nafn af Nauthyl í Fiská, og er allmikill pyttur í
ánni niður-af torfunni. Upp-af henni er Mjóa-torfa (14) og Öngultorfa
(15) enn ofar, upp-af Mjóu-torfu. Hún er að blása, — bakkabrot.
Innni-Palltorfa (16) myndast í odda milli Nauthylsgils (17) og
Innra-Palliorfugils (18). Falla þau saman neðanvert við torfuna, og
heitir þá Bólgil (19), af tveim smáskútum, sem eru í því.
Næsta torfa inn-af henni heitir Miðvaðstorfa (20). Hún er mjög
breið að neðan. Gilið fyrir innan hana er kennt við hana og kallað
Nedra-vaðsgil (21).
Niður-af austasta horninu og austan Miðvaðstorfu eru Fremri-
Smátorfur (22) og Fremri-Þrihellratorfan (23), fyrir vestan Þrihellra-
gilið (24). Það skilur lönd Reynifells og Þorleifsstaða. Gilið er þrí-
klofið ofan-til og skúti í botni hvers smágils, nefndir einu nafni Þrí-
hellrar (25). Þeir eru í hækkandi röð, skammt hver frá öðrum.
Við Fiská, innan-við gilið, liggur Innri-Þrihellratorfan (26) og
austur-af henni Innri-Smátorfur (27), en smágil á milli. Torfa (28).
Svo er nefnd smáflöt uppi á fjallinu, fyrir vestan Harða-vallargil (29)-
í því eru hamrar miklir og ófærur, nema þá í stöku stað. Efst í
gilinu eru nefndir Harða-vallargils-klofningar (30).
Með Fiská er sléttlendur og þurr grasvöllur, sem heitir Harði-
völlur (31). Þar sér til gamalla veitustokka. Á Harða-velli er mótak, og
er mórinn 9 stungulög, en mjög djúpt er niður að honum. Tanginn,
sem mórinn er tekinn í, nefnist Mótangi (32), og Mótangaþýfi (33)
vestan-við hann. Allir Krókbændur taka þar mó árlega. Upp-af
Harða-velli, nyrzt i fjallshorninu, eru hamrar miklir; draga þeir nafn
af vellinum og heita Harða-vallar-hamrar (34). Austasti hluti þeirra
nefnist Tvístœður (35); myndast pallur í hamarinn, svo þar verða
efri og neðri hamrar. Öxlin (36) kallast hæð hátt í fjallinu að austan. Upp-
af henni er slakki í horninu, er nefnist Mosadalur (37). Dalnum
hallar mót landnorðri. Hafa sumir getið þess til, að þarna myndi
Flosi hafa leynzt eftir Njáls-brennu, en mjög er það ólikt á allan
hátt. Hestum myndi illkleift að komast þangað, og dalurinn hvergi
nægur að hylja allt fylgdarlið Flosa.
Inn-af Harða-velli er hóll nokkur, nefndur Flaghóll (38), og norðan-
undir honum Flaghólsflöt (39), smásteinflöt. Fyrir vestan hólinn er Flag-
hólsgil (40); það Iiggur ofan-úr fjallinu og niður að Fiská, gróið að