Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 31
31 er fannst nálægt höfuðkúpunni. Stefán simaði mér um fundinn 23.. s. m., og ók ég norður á Blönduós 1. Okt., en þaðan næsta dag að Bergsstöðum og fór áfram á fundarstaðinn ríðandi; reið Stefán hreppstjóri með mér og tveir aðrir bændur úr Svartárdal, og veittu mér aðstoð við rannsóknina, og sömuleiðis Klemens bifreiðarstjóri Þórðarson frá Blönduósi. Manns-dysin virtist hafa eyðzt af vatni og vindi, einkum fyrir það, að hún var þar, sem æ er farið um, þegar fé er rekið hér ofan til réttar. Höfuðkúpan ein var ber, en önnur bein höfðu ekki komið í ljós; virtust þau munduvera sunnan við hana. Þar var moldarþúfa,. lítil og lág, með fáeinum steinum í, óreglulega látnum. Þeir voru nú teknir upp og moldin skæmd varlega burtu. Brátt kom annar lang- leggurinn í ljós; hann er 45 cm. langur og virðist því vera úr með- almanni að hæð, um 168 cm. háum.1) Nokkrir hryggjarliðir fundust einnig og efri gómur í tvennu lagi, nokkru neðar en höfuðkúpan, en kjálkar fundust ekki, né tennur úr þeim. Enn fremur fundust leggir úr örmum og fótum, þ. e. lærleggurinn hinn, og þó ekki heill, sköfl- ungar og sperrileggir, hægri upphandleggur og bæði olnbogabeinin,. en allir lágu þeir óreglulega í moldinni og var augljóst, að grafið hafði verið í dysina áður, sennilega fyrir löngu, og öllu rótað. Járn- drefjar fundust á allmörgum stöðum í henni, en járnmolarnir voru að mestu leyti gagnbrunnir og uppleystir af ryði. Munu hinir fornu járnhlutir hafa verið orðnir stökkir sem hol, er farið hefir verið íf dysina áður, hrokkið sundur og dreifst í moldina. Verður nú ekki. séð, úr hverju þessir járnmolar eru, en sennilega eru þeir úr vopna- búnaði manns þess, er hér hefir verið dysjaður; einn virðist kunna að vera úr sverðfatli; er það lítill hringur með svift á, og sér dúkfar á henni, í ryðinu; aðrir eru með viðarleifum á og virðast kunna að' vera úr skildi. Hluturinn, sem gangnamennirnir höfðu fundið, var af- hentur mér af Stefáni hreppstjóra; það er sproti af ólarenda,2) lík- lega af sverðfatlinum, klofinn í efri enda, og eru þar leifar af skinni og 2 smáir naglar í gegnum; lengdin er 5,6, breiddin 1,3 efst og 0,8 neðst, og frammjór vargshaus þar fyrir neðan. Sprotinn er eins beggja vegna, sléttur, ferhyrntur flötur efst, og er grafinn þar á ferhyrningur,. hliðar ávalar og sléttar milli ferhyrnda flatarins og vargshaussins,. og grafin á þær snúra.3) Vargshausinn yzt er með löngum eyrum.. Sprotinn virðist muni vera frá 9. eða 10. öld. 1) Sbr. Rud. Martin, Lehrbuch der Anthropologie, Jena 1914, bls. 950. 2) Svipaður nr. 606 í 0. Rygh, Norske Oldsager. 3) Lík og er á nr. 595 b í O. Rygh, Norske Oldsager.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.