Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 1
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
AUÐUNN RAUÐI OG HÓLAKIRKJA
Hér skal rakið eftir heimildum það, sem vitað verður með vissu
um Hólakirkju til forna og gefur bendingar um stærð hennar. Til-
raun skal svo gerð til að gera grein fyrir innbyrðis afstöðu kirkju
þeirrar, er Pétur biskup Nikulásson lét smíða eftir 1394, og kirkju
þeirrar, er reist var eftir 1624, en kennd við Halldóru Guðbrands-
dóttur biskups, og núverandi dómkirkju úr steini.
Oxi Hjaltason reisti fyrstur kirkju á Hólum. Er sagt, að hún hafi
mest ger verið undir tréþaki á öllu Islandi, vel búin að öllu og
blýþakin. Mun hún hafa verið reist um miðja 11. öld. En hún brann
með öllu, sem í henni var. Var síðan reist önnur kirkja, sem Jón helgi
lét taka ofan skömmu eftir komu sína til stólsins. Reisti hann í stað-
inn mikla og virðulega kirkju, sem var hin fyrsta dómkirkja. í eldri
gerð Jóns sögu segir, að hún standi enn, en í þeirri yngri, að hún
hafi staðið til skammrar stundar. Bps. II 99, 35. (Um eldri og yngri
gerð, sbr. Maal og Minne 1958, h. 1-2, Ole Widding.) Hún ætti þá
samkvæmt þessu að hafa verið endurbyggð fyrir eða um 1300.
Vestur frá kirkjudyrum reisti hann skólann og lét smíða vel og
vandlega. í eldri gerð Jóns sögu segir, að enn sjái merki húsanna, en
sú yngri segir hins vegar, að Gunnlaugur munkur hafi sjálfur séð
skólann. Bps. II 99, 36. Hins vegar má gera ráð fyrir, að skólinn hafi
ætíð upp frá því staðið á þeim slóðum.
Jón helgi var grafinn utan kirkju til austurs nær syðri kórvegg
samkvæmt yngri gerð, en eldri gerð segir aðeins: utan kirkju fyrir
sunnan kór, Bps. II 61, 120.
Enginn vitnisburður er nú til um það, að dómkirkjan hafi verið
endurbyggð fyrr en á dögum Jörundar biskups, og er þess getið í
Lárentíus sögu, Bps. III 6U. Sú kirkja fýkur 1394, sbr. Isl. Ann.
1 forspá einni sagði Guðmundur góði, að bein hans myndu úr jörðu
tekin að liðnum hálfum fjórða tug vetrar frá andláti hans, Bps. II