Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 3
AUÐUNN RAUÐI CG HÓLAKIRKJA
7
fyrst jarðsettur. Það má einnig benda á, að landið norðan við kirkju-
garðinn hækkar ört og stórhýsi fengi betra rými við færslu til suðurs.
Þá fæst og skýring á því, hvers vegna staður sá, sem skólinn stóð
á seinna, skuli vera allmiklu norðar en núverandi dómkirkja, en hún
var reist á suðausturhorni múrs þess, er Auðunn biskup er sagður
hafa látið reisa, og er norðurveggur hennar aðeins norðan við miðju
eldri kirknanna, þeirra Jörundar og Péturs biskupa og Halldóru Guð-
brandsdóttur, eða norðan við háaltarishornið, er þá var, Ann. Bmf.
Grunnmynd, er sýnir afstöSu þriggja síðustu dómkirkjubygginganna á Hóhim
sín í milli og við Auðunarmúr. Miklu stærst er Péturskirkja, byggð 1395; innan
grunnflatar hennar eru sýndar Halldórukirkja frá 1628, og steinkirkjan, vígð
1763; hún stendur enn og var að nokkru leyti byggð á, undirstöðuw múrsins. •—
Plan showing the position and proportions of the three last stages in the building
history of Hólar Cathedral; the east gable and part of the soutli wall of the sur-
viving stone church rest on the stone wall from about 1320.
IV 502, 507n, Ævisaga, Jóns Þorkelssonar I 203, Þorsteinn Péturs-
son: Sjálfsævisaga bls. 233.
Á það má og benda, að lengdarás hins forna sporöskjulagaða kirkju-
garðs á Hólum liggur svo sem NNV—SSA, eða meira til N og S en
lengdarás þeirrar dómkirkju, er nú stendur, sem snýr þó eigi rétt
A—V, heldur meira til N — S. Við það færist latínuskólatóftin enn
nær að vera við vesturdyr. Sé uppdrátturinn í Safni til sögu Islands
V, nr. 6, réttur, hafa hinar fyrstu kirkjur tvær eða þrjár verið stað-
settar með ás samhliða brekkubungunni, en eigi forbrekkis eins og
þær síðari.
I Lárentíus sögu er þess getið, að Auðunn rauði hafi haft út með
sér grjótsmiðu (1315), og suður frá staðnum í Raftahlíð fann hann