Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
spurnar minnar. Enn fremur þakka ég öðrum, er hafa veitt mér
aðstoð.
(Bps. er Byskupa sögur, Rvík 1948; Bps. Bmf. er Hafnarútgáfa þeirra 1858 —
1878, en Bps. B VIII eru skjöl um Hólastól og skóla í Þjóðskjalasafni.)
FYLGISKJAL: SÉRHEIMILD
Kálfsstöðum 16/x 1955.
Hr. prófessor Magnús Már Lárusson.
Samkvæmt ósk yðar í bréfi dags. 21/x f* á. sendi eg yður hér með
riss af afstöðu tveggja leiða í kirkjugarðinum á Hólum, til kirkj-
unnar.
Eg geri þetta þó með hálfum huga, því hér er allt svo óljóst. — Það
er að vísu ábyggilegt, að komið var niður á hleðslu norðvestur frá
kirkjunni 14 m vestar og ca 4 norðar. En óvíst er, að þar hafi verið
hornhleðsla, þó lega steinanna benti til þess. En það voru rauðir
sandsteinar tilhöggnir. Gröf þessi er fyrir tvo, ca 2 m breið. Og ekki
er hægt að vita, hvar í gröfinni hleðslan lá. Yel gæti kirkjan hafa
náð lengra vestur, en þó tæpast meira en 5 m, því þá fer jarðvegi svo
mjög að halla.
Árið 1945 var tekin gröf norðan við kirkjuna. Þá var komið niður
á hleðsluleifar. Enginn heill steinn kom þar upp, en brot af höggnum
sandsteinum — líkast því, sem þar hefði verið rifinn veggur — sögðu
grafarmennirnir.
Lína dregin frá þessu leiði að norðurhlið vestara leiðisins myndar
hliðstæða línu við kirkjuna 4 m norðan við kirkju. Og norðar hygg
eg, að kirkjan hafi tæplega náð. Það hefði farið svo illa við kirkju-
garðinn, sem var hringlaga — sporbaugur — og enn sér móta fyrir.
Af sömu ástæðum er að mínu áliti óhugsandi, að kirkjan hafi náð
lengra til austurs. Eg veit til þess, að komið hefur verið niður á
hleðslu austan við kirkjuna — að norðanverðu kórbaki. Er það senni-
lega undirstaða skrúðhússins.
Það væri vissulega gaman að rannsaka allt þetta, og þá einnig hitt,
hvernig jarðgöng hafa legið um staðinn og margt og margt fleira
viðvíkjandi Hólastað. Og vonandi verður það gert, áður en langt
líður.